Megnið af þeim sem eru að græða á þessari meintu óréttlátu mismunun eru einstæðir foreldrar sem eru oftast ung og vegna þess hversu erfitt það er að lifa á launum einnrar ungrar manneskju(nema þú sérst heppinn verðbréfasali kannski)og framfleyta auk þess börnum,þurfa þessir foreldrar sannarlega alla mögulega viðbót.Það er oft hægara sagt en gert fyrir einstæða foreldra að stunda nám,námslánin eru oft ekki nóg til að láta enda ná saman,svo oft þarf þetta fólk,a.m.k tímabundið að lifa á lágum tekjum þ.e.80.000-100.000 krónur á mánuði til dæmis.Þetta er samt auðvitað ekki algilt og sumir af þessum foreldrum drífa sig til dæmis í nám,þó það sé ennþá erfiðara fjárhagslega,með eða án styrkja.
Það sér hver heilvita maður að tveir einstaklingar sem deila með sér húsnæðis/rafmagns/síma o.sfrv.reikningum,skólabóka og fata kaupum fyrir börnin,hafa það mun betra þó þau hafi bara 80.000 krónur hvert eða svo,en einstætt foreldri sem lifir við sömu aðstæður,með aðeins einar 80.000 krónur til að redda þessu öllu.
Ég vildi óska þess að Íslendingar eignuðust fleiri börn,en vegna þess hvernig hlutir eru,gæti svo farið að við myndum enda eins og Þjóðverjar,þar sem barneignir virðast hreinlega hafa komist úr tísku,svo mikil er efnishyggjan,sú af slæma taginu,orðin þar á bæ.Hvað eigum við þá að gera?Flytja inn vinnuafl endalaust svo við förum ekki á hausinn?Ég er enginn innflytjendahatari,alls alls ekki, en mér finnst eðlilegast að fólk eignist börn eins og forfeður þeirra,og mér finnst eitthvað mikið að þegar mannkynið missir löngun til að fjölga sér,kannski er ég bara svona gamaldags,en svona er þetta nú.Þess vegna finnst mér það gleðilegt að við séum enn í góðum málum í þessum efnum,svona miðað við að vera Vestur-Evrópubúar…En ég er ansi hrædd um það að ef efnihyggjan ætlar allt hér að drepa þá muni einfaldlega fara fyrir okkur eins og Þjóðverjunum og hér verði veruleg fólksfækkun.
Nú eru að koma jól og það er verulega hart í ári hjá mörgu ungu fólki,sérstaklega einstæðum foreldrum.Ég lýt á pör sem ljúga sér upp sambandsslitum sem arðræningja,þau arðræna ekki einungis Íslenska ríkið heldur það sem verra er,börn einstæðra foreldra,þessi börn sem þrátt fyrir ungan aldur hafa fengið að kynnast þeirri sorg að upplifa sambandslit foreldra sinna,að upplifa slys eða að horfa upp á sjúkdóm sem veldur því að annað foreldrið verður öryrki,nú eða jafnvel lát annars foreldrisins.Það er mikilvægt að það foreldrið sem eftir er hafi nóg á milli handanna til geta tryggt barninu góða framtíð,losnaði við að lifa á barmi gjaldþrots og þess að missa húsið alla tíð,og ,það sem væri ennþá betra,uppfyllt eitthvað af draumum sínum og haft efni á til dæmis námi og orðið barninu þar með góð fyrirmynd.
Megum við skilja anda Gunnars á Hlíðarenda,sem gekk á milli bæja þegar hart var í ári og deildi öllu sínu með sveitungum sínum,þar til hann leið orðið sjálfur skort,já í þá gömlu góðu daga áður en nískan ætlaði hér allt að drepa og tímar arðræningjanna og þeirra sem misnota sér kerfið rann upp.
Íslenska orðið höfðingi þýðir örlátur maður.Ert þú alvöru höfðingi eða nirfill sem býr á höfðingjasetri og hefur gleymt hvað orðið þýðir?Óskar þú öllum börnum í landinu,líka þeirra sem búa við verst kjör,sem eru nær undantekningarlaust börn einstæðra foreldra,gleðilegra jóla.Er smá Gunnar,svona gamaldags íslensk hetja innra með sjálfum þér?Fögur er hlíðin,en þú ert blindur ef þú mannst ekki hvað það þýðir að vera Ísleningur….
Hjálpumst að,fjölgum okkur og verður ríkari en Norðmenn:)
Eignumst sannan auð,verðum mesta höfðingjaþjóð í heimi,í orðsins fyllstu merkingu:)Og VesturÍslendingana heim!
:)