Það er náttúrulega ekkert endilega víst að skattalækkunin skili sér beint í vasa starfsfólks í formi hærri launa. Það fer bara eftir aðstæðum, fyrirtæki sem voru velstæð fyrir geta hugsanlega hækkað laun á meðan illa stæð fyrirtæki fá kannski tækifæri til að halda áfram í rekstri. Hagur launafólks kemur ekki alltaf beint fram í hærri launum. Óbein áhrif geta til dæmis verið sú að með skattalækkuninni þurfi fyrirtæki landsins ekki að fækka starfsfólki og hugsanlega bætt við sig. Þar af leiðandi stendur atvinnuleysi í stað og minnkar jafnvel (sem hefur víst verið frekar lágt borið saman við önnur lönd, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins :)), eftirspurn eftir hæfu vinnuafli eykst og laun hækka. Hvort mismunurinn fari beint í vasa einhverra forstjóra getur engin sagt um nema þeir sjálfir. Og kannski hugsanlega stjórn fyrirtækisins sem ákvarðar laun forstjóra. Held að skattalækkunin komi ekkert sérstaklega við sjávarútvegsfyrirtæki eða gefi þeim kost á að komst algerlega hjá skattgreiðslum. Og já ég er alveg sammála að sjávarútvegurinn velti þúsundum miljóna yfir á hendur örfárra.. sjómenn eru með alveg bjánalega há laun, miðað við mín laun, og fá þar á ofan sérstakan sjómannaafslátt á tekjuskatt. Það er engin smá mismunun á launafólki eftir starfsgreinum.
Og, samkvæmt mínum bestu heimildum, kostar árið í Menntaskólanum í Reykjavík innan við 13.000 krónur. Flestir ættu nú að ráða við að leggja til hliðar rúmar 1.000 krónur á mánuði, meðal reykingamaður eyðir álíka upphæð í sígarettur á viku. Það kostar sennilega eitthvað meira að fjárfesta í námsbókum og öðrum gögnum. Sjálfur fór ég í Verzlunarskóla Íslands, borgaði námið sjálfur með því að vinna í sveit á sumrinn í tvö ár og svo tvö sumur við að steypa gangstéttir. Það eru nú komin þó nokkur ár síðan og þá kostaði líka pening til að fara í skóla. Foreldrar mínir eru ekki beint ríkir, ekki þegar ég fór í skóla en hafa það sennilega aðeins betur í dag þar sem þau þurfa ekki að borga uppihald á þremur börnum. Samt í dag er ég með hærri laun en þau tvö til samans, munar reyndar ekki miklu. Það er fullt af einstaklingum sem hafa náð áfram í lífinu án þess að vera af ríku fólki, hámenntað eða flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Hvernig “stuðning” á þjóðfélagið að gefa til menntunar ef það tímir ekki að borga skólagjöld? Á kannski líka að taka skóla úr fjárlögum og lækka skatta sem því nemur? Ef eitthvað er ætti að hækka skólagjöld en meira, til dæmis munu skólagjöld við Verzlunarskóla Íslands (sem mörgum þykja há) ekki duga fyrir ljósritunar og prentkostnaði á skrifstofu skólans (eða svo tilkynnti skólastjóri á meðan ég var í námi). Og hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn með það að gera að fjölskylda þín gat ekki borgað námsferil þinn, kemur kannski Davið Oddsson persónulega og stelur laununum af pabba þínum um hver mánaðarmót? Hef ekki orðið var við að aðrir stjórnmálaflokkar hafi verið betri við launafólk, ellilífeyrisþega, öryrkja og námsmenn þegar þeir sátu í ríkisstjórn. Sé ekki alveg rökin sem þú talar um.<br><br>Ziaf, er hin versti <a href="
http://www.hugi.is/deiglan/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=437609&iBoardID=144">hálfviti</a