Sæl,
Þessi mynd var valin úr myndasafni sem við fengum að velja merki úr. Við vissum ekki að þetta væri í notkun annars staðar þá. Annars stangast þetta ekki á við höfundalög eða lög um vörumerki á Íslandi, sbr.:
Höfundalög nr. 73/1972
5. gr.
Sá, sem þýðir verk, aðhæfir það tiltekinni notkun, breytir því úr einni grein bókmennta eða lista í aðra eða framkvæmir aðrar aðlaganir á því, hefur höfundarétt að verkinu í hinni breyttu mynd þess. Ekki raskar réttur hans höfundarétti að frumverkinu.
Nú hefur verk verið notað sem fyrirmynd eða með öðrum hætti við gerð annars verks, sem telja má nýtt og sjálfstætt, og er þá hið nýja verk óháð höfundarétti að hinu eldra.
—
Lög um vörumerki nr. 45/1997
1. gr.
Einstaklingar og lögaðilar geta öðlast einkarétt á vörumerki samkvæmt ákvæðum laga þessara. Vörumerki eru sérstök auðkenni fyrir vöru eða þjónustu til að nota í atvinnustarfsemi.
4. gr.
Í vörumerkjarétti felst að aðrir en eigandi vörumerkis mega ekki heimildarlaust nota í atvinnustarfsemi tákn sem eru eins eða lík vörumerki hans ef:
1. notkunin tekur til eins eða svipaðrar vöru eða þjónustu og vörumerkjarétturinn nær til og
2. hætt er við ruglingi, þar með talið að tengsl séu með merkjunum.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., um eins eða svipaða vöru eða þjónustu, getur eigandi vörumerkis einnig bannað notkun þess fyrir annars konar vöru eða þjónustu ef vörumerkið er vel þekkt hér á landi og notkunin hefur í för með sér misnotkun eða rýrir aðgreiningareiginleika eða orðspor hins þekkta merkis.
—
Skv. höfundalögum eigum við höfundarétt að breyttri útgáfu merkisins og lög um vörumerki ná ekki yfir þetta þar sem Flokkur framfarasinna er ekki til atvinnustarfsemi skv. skilgreiningu Hagstofu Íslands.
Það getur vel verið að við höfum ekki verið nógu frumlegir en það var þó án þess að við vissum af því sjálfir. Hins vegar er réttarstaða okkar í þessum efnum í góðu lagi.
Kv.
Hjörtur
<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
Flokkur framfarasinna
<A HREF="
http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>
Nýjar greinar alla daga!
”In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot." -Mark Twain