Nýja stjórnin hefur nú ekki fengið mjög mikinn tíma til að sanna gildi sitt, maður veit aldrei, engu að síður held ég nú að þeir geri ekkert róttækt, að hluta til því það eru mjög fáir hlutir hér sem þarf róttækar aðgerðir í.
Flokkar eru mjög mikið að sveigja í allar áttir og það getur verið mjög pirrandi ef maður t.d. vill kjósa vinstri flokk en hann er sífellt í hægri sveiflum og svo öfugt en ég vill endilega fá dæmi og rök fyrir því að Samfylkingin séu miklir kapítalistar?
Þjóðernishyggjuflokk? Jæja það er minna en ár í það að þú getir sjálfur bara tekið þig til og stofnað hann, nærð öllum komandi kosningum ef þú stofnar hann bara sem þú gerir væntanlega þig langar virkilega í þjóðernisflokk, og þó svo að það væri þjóðernisflokkur (þá erum við býst ég við að tala um róttækan þjóðernisflokk ekki bara “Ísland er frábært” heldur fólk sem heldur virkilega af einhverjum forsendum að Ísland sé betra en önnur lönd og Íslendingar betri en aðrir..) þá myndi hann einfaldlega, og sem betur fer, ekki komast nálægt því að fá nóg af atkvæðum til þess að koma svo mikið sem hálfum manni á þing svo hann gæti ekki gert neitt í að reka neina “aðskotahluti” úr þessu landi.
Ef maður vill virkilega losna við þetta fólk hérna Engu að síður gæti það vel haft mjög slæm áhrif á ýmsa hluti hérna þar sem þeir eru í mörgum tilfellum að vinna í hinum ýmsu hlutum þar sem þeirra er þarfnast því aðrir vilja það ekki og jæja ef þú vilt frekar að enginn geri eitthvað heldur en að útlendingur geri það þá verð ég að segja að þú ert ekki mikill þjóðernissinni, því það er allt annað en best fyrir þitt heittelskaða land að stöðva stöðva framkvæmdir með því að reka burt vinnuafl.
Ég er engu að síður á móti innflutningi á vinnuafli að utan þar sem það er verið að brjóta svo suddalega mikið á réttindum þeirra, og ef maður vill virkilega losna við þá gæti ein leiðin jafnvel verið:
Fræðsla.
Fræða þá um hvað það er verið að koma illa fram við þá og svindla á þeim og fræða þá um rétt sinn.
Þá fara þeir að krefjast hærri launa, og meiri fríðinda og réttinda eins og þeir eiga skilið og þá mun fólk ekki flytja jafn mikið inn af þeim því þetta er ekki lengur ódýrt vinnuafl sem þú getur komið fram við eins og skít.
Að vísu gæti vel verið að þetta erlenda vinnuafl myndi bara bregðast við því með því að hugsa “Jæja, þetta eru slæm laun hér og komið illa fram við mig en þetta er mikið heima og er þess virði” en það á engu að síður að reyna það.
Og varðandi þessa “aðskotahluti”, fólk hefur ekki hugmynd um hvort þetta fólk er að fara að búa hér eftir að það hefur lokið vinnu sinni og framkvæmdum eða bara fara aftur heim með peningana sína aftur og allir græða, við fáum vinnuna sem fólk vill ekki vinna ódýrt og þeir fá peninga, reyndar má þó deila um hvort þeir græði þar sem peningarnir eru ekki endilega þessarar hörmulegu meðferðar virði.
Og ókei, segjum að þjóðernisflokkur sé til, segjum að þú sért formaður hans, segjum meira að segja að út af einhverjum ótrúlegum ástæðum ná flokkurinn hreinum meirihluta og þú verðir forsætisráðherra.
Myndirðu bara reka alla burt?
Bara “Hey allir heim, ég ætla að svíkja þá samninga sem ég hef gengist undir og tapa þar af leiðandi helling af viðskiptum, fríðindum, virðingu og fleiru því ég get ekki þolað nokkra útlendinga í landinu okkar! ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA!”
Og hvað eru aðskotahlutirnir?
Hverjir eru útlendingar?
Um daginn sagðirðu t.d. að pabbi ákveðins vinar okkar væri ekki útlendingur, jú jú hann er jú búinn að búa hér lengi og kann íslensku vel.
En, hann var ekki þannig þegar hann kom hérna upphaflega, þá kunni hann eflaust ekki íslensku og var, eins og segir sig sjálft, ekki búinn að búa hér lengi.
Á sem sagt að reka burt þá sem eru ekki með ríkisborgararétt en ekki þá sem er komnir með og svo bara leyfa aldrei fleiri útlendingum að fá ríkisborgararétt hérna?
Ef þér fannst pabbi hans ekki útlendingur á forsendunum hér að ofan, og endilega segðu mér forsendurnar ef þær eru aðrar, þá ertu með því atferli að leyfa ekki útlendingum að setjast að hérna að hindra að þeir verði íslendingar með því að læra t.d. málið því þarf bara að hafa ríkisborgararétt og að kunna málið (ef ofanvert er skilgrening þín tek ég fram), svo þú vilt bara að allir haldi sig í sínu landi og hafi þann ríkisborgararétt sem þeir fæðast með?
Svo er nú gaman að þú segir
“hræddir við að vera kallaðir rasistar.” þegar þú vildir/þorðir ekki að ræða þetta mál við þennan umtalaða faðir vinar okkar? Ræddu þetta mál við alla, foreldra þína, foreldra mína, fleiri vina okkar, vinnuveitanda og fleiri og þá geturðu sagt þetta.
Ég er sammála með að hér sé ekki almennilegt lýðræði en á allt öðrum forsendum, hér er ekki lýðræði því það er einfaldlega ekki meirihlutinn sem ræður. Í seinustu kosningum kaus t.d. meirihlutinn Kaffibandalagið og stjórnin átti að falla ef að einn maður væri eitt atkvæði eins og ætti að vera en nei, vegna kjördæmakerfisins gerðist það ekki.
ÞAÐ er ástæða fyrir að segja að hér ríki ekki lýðræði.
Og ætlarðu virkilega að segja að eina ástæðan fyrir að enginn af flokkunum sem hafa eitthvað merkilegt að segja, sem ég ætla að áætla að sé Frjálslyndi flokkurinn þar sem allir hinir fengu nóg af atkvæðum (nema kannski veslings framsókn sem ég veit fyrir víst að þú ert ekki hrifinn af en þeir fengu þó nóg og svo ÍSlandshreyfingin og ég veit vel að þú ert ekki náttúruverndarsinni) sé að allir séu íhaldssamir og hræddir við að vera kallaðir rasistar?
Ókei, gleymum því ekki að frjálsyndi flokkurinn er hægri flokkur svo við getum strax komið með ástæðuna fyrir að meirihluti ákvæða fer ekki þangað: Það er hellingur af vinstri sinnuðu fólki á Íslandi.
Íhaldspunkturinn meikar þó sens því það er því miður allt of mikið um það að fólk hugsi “Ja ég kaus nú þennann flokk í gamladaga, geri það bara núna líka, ástandið er fínt og ég tek ekki sénsinn á að það versni” sem að er svakalega hættulegur og heimskulegur hugsunarháttur.
Önnur ástæða fyrir að “flokkarnir sem hafa eitthvað merkilegt að segja” eru ekki kosnir er sú að fólk er ósammála þeim, fólk getur verið einfaldlega ósammála því sem flokkur er að segja ekki bara sleppt því að kjósa hann af ótta.
EInnig það að ókei, segjum að einhver vilji losna við útlendingana (sem er engu að síður ekki markmið t.d. Frjálslynda flokksins) en er ósammála áherslum þeirra í öðrum málum þá er hann örugglega nógu skyni borin og greind vera til að hugsa “Heyrðu…heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og dómsmálakerfi skipta kannski meira máli en einhverjir útlendingar sem vilja bara vinnu….”
Svo eru fleiri ástæður og eftir þeir komum við að lokum að þessum litla, litla hóp sem kýs ekki flokkinn en er þó sammála skoðunum þeirra en kýs ekki því það er hrætt um að vera kallað rasistar?
Í fyrsta lagi er leynd kosning hér svo fólk þarf ekki frekar en það vill að segja hvern það kaus og þá er frekar erfitt að kalla það rasista.
Í öðru lagi, ef fólk þorir ekki að standa á skoðunum sínum er það bara einfaldlega þeirra mál og þau eru greinilega ekki nógu sammála eigin skoðunum og í þriðja lagi þá er það hvort eð er svo suddalega lítil prósenta/lítill fjöldi af fólki sem kýs ekki flokk út af þeirri ástæðu að það myndi engu breyta í þingmannatölunni, engu.
Hins vegar er mikið af hlutum á Íslandi sem þarf að breyta, því er ég sammála og fólk er of hrætt við að standa á skoðunum sínum.
Nú vona ég að þú komir með langt mótsvar með mótrökum við þeim hlutum sem ég hef bent á hér, annars ertu kannski ekki fær um að standa á bak við skoðanir þínar sem að leiðir kannski að þeim punkti að þú trúir þeim ekki nógu vel?
Við erum engu að síður sammála í helling af hlutum, en um innflytjenda mál erum við það alls ekki =P
Og höfum við kallað þig nasista eitthvað af viti? Ég man ekki betur en að ég fari oftar bara út í skilgreininguna á nasista, sem er ekki bara þjóðernisstolt og álíka heldur líka ákveðin uppbygging starfsgreinakerfis, gamalt gildismat og margt fleira.
En já ég er farinn út á land, sjáumst eftir viku!
Bætt við 20. júlí 2007 - 14:21
Svo ég vill ég bæta við að öfga þjóðernishyggja, er bara vitleysa, öfta kommúnismi líka, öfga anarkismi og allt þetta dæmi er bara vitleysa.
Öfgar fara bara út í rugl, alls staðar t.d. þar sem þjóðernishyggja hefur verið sett í praktík efur allt farið í bál og brand, t.d. í Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Júgóslavíu og víðar en ég veit hins vegar að þú vilt ekki fara út í einhverja landvinninga og eitthvað og ert ekki með jafn öfgafullu þjóðernishyggju en engu að síður, ef þú vilt losna við útlendinga því þeir eru útlendingar ekki út af þenslu eða einhverju álíka finnst mér það vera of miklar öfgar.
Hins vegar er ekkert að þjóðernisstolti í hófi, ég elska Ísland, frábært land og hér er gott að búa, ég horfi á handboltaleiki með Íslandi en ekki öðrum.
En förum ekki með það lengra.