Ég rakst á grein á mbl.is sem gerði mig einfaldlega reiðan. Lesið greinina fyrst á mbl svo þið skiljið hvað ég er að tala um fyrir neðan :$

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1277894

Ok, í fyrsta lagi þá gefa álver frá sér mengun og eru auðvitað góð fyrir atvinnu, en það er enginn skortur á atvinnu nema þar sem er verið að ræna fiskiiðnaði frá smábæjum, þar sem ætti einfaldlega að laga fiskiiðnaðinn en ekki setja upp álver, það ætti að vera einfalt mál en auðvitað er ekki svo einfalt. Þannig að ég er alveg sammála því að álverum ætti ekki að fjölga neitt mikið meira, það er fínt eins og það er.

En það sem ég er orðinn þreyttur á er bardagi fólks gegn virkjunum! Sérstaklega ef það eru útlendingar, á móti því að nota hreina orku! Hvaða fáránlegheit er þetta! Eina sem gerist er að einhver hluti af landi fer undir vatn. Sem er bara einhver smágróður og drasl. Og það eru kominn alþjóðleg samtök… Það sem þessir vinstri grænir og allir þessir rangsæu fávitar ættu að gera er að fara þá upp á hálendið og gróðursetja og rækta landið, binda jarðveginn, því að eins og þetta er núna er þetta bara eyðimörk. Fyrst þau hafa svona miklar áhyggjur af þessum litla gróðri sem fer undir vatn við kárahnjúkavirkjun, allt þetta gras! Og þessi mosi!!!! Þá ættu þau að hætta að sitja um á rassgatinu að væla og hætta að gera hluti eins og þetta: “…þátttöku í vinnuhópum, götupartýi í Reykjavík 14. júlí, listasýningu, tónleikum og kvikmyndasýningum…”.