DV, Fös. 23. nóv. 11:42

Brottkastið engin sviðsetning

“Brottkastið var engin sviðsetning,” segir Örn Sveinsson á Tálknafirði. Hann er í áhöfn Bjarmans BA og var í áhöfninni þegar sjónvarpsmenn fóru með og mynduðu brottkast.

Ýmsir hafa haldið því fram að það hafi verið sviðsett og frásagnir skipstjórans, Níels Ársælssonar, þar um hafa verið misvísandi. Örn segir hins vegar að best sé að taka af allan vafa: brottkastið hafi verið nákvæmlega með þeim hætti sem sjónvarpsáhorfendur sáu. Myndir Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Friðþjófs Helgasonar voru teknar um borð í Bjarma snemma í þessum mánuði. Eftir þá veiðiferð kom skipið að landi með á milli tuttugu og þrjátíu tonn fiskjar en á milli fimm og tíu tonnum var hent. “Það er ógeð að taka þátt í þessum gjörningi. En kostirnir í stöðunni eru ekki margir,” segir Örn. Sárast er þó, að áliti Arnar, að þeir menn sem voga sér að segja sannleikann um brottkastið séu hreinlega ofsóttir. “Menn verða að geta rætt þetta málefnalega. Það á ekki að leggja einstaka fréttamenn, eins og Magnús Þór, í einelti af því hann flytur fréttir sem þjóna ekki hagsmunum LÍÚ,” segir Örn. Hann telur raunar skýringuna á misvísandi frásögnum Níels Ársælssonar liggja í því að forystumenn samtakanna hafi beitt hann þrýstingi. Þeir vilja að allt sé sýnt og sagt kvótakerfinu til framdráttar.

—————

Þá vitum við það.<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

Flokkur framfarasinna
<A HREF="http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>

”In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot." -Mark Twain
Með kveðju,