Ómar hafði alveg rétt fyrir sér, það var búinn að vera áróður í gangi um að ef maður kysi hann, væri maður tæknilega séð að sóa atkvæðinu sínu. Ég er viss um að hann hefði fengið meira fyglgi ef ekki væri þessi svokallaða fimm prósenta regla.
Ég er ósammála með Jón, að vísu er hann að miklu leyti að súpa seiði af mistökum annarra, en engu að síður er þessi maður ekki nógu hreinskilinn. Hann talar alltaf í einhverum frösum og segir oft á tíðum bara argasta kjaftæði. Hann er snillingur í að blaðra lengi þegar hann er spurður að einhverju án þess að svara spurningunni sjálfri.
Geir er ágætisnáungi, örugglega með töluverða hæfileika til að stjórna þessu landi. Stundum getur hann samt verið rosalegur klaufi, t.d. þegar hann sagði þetta með að taka sætustu stelpuna heim af ballinu ..
Guðjón er fínn. Hann er bara í svo kolvitlausum flokki að ég myndi aldrei í lífinu gefa honum atkvæði mitt.
Ingibjörg er frábær leiðtogi, hún og Geir (hugsanlega Steini) eru einu sem ég myndi treysta fyrir forsætisráðherrastóli. Hún gerði rosalega góða hluti í Reykjavíkurborg. En engu að síður er hún mannleg og gerir þar af leiðandi stundum mistök.
Ég er að miklu leyti sammála þér með Steingrím, hann getur verið öfgakenndur. En hann er hinsvegar hreinskilinn, eins og Ómar, og er ekkert að fela stefnuskrána.
:)