“Árangurinn af þessu stjórnkerfi er góður. Í stað þess að færeyskur sjávarútvegur lifi á háum styrkjum frá Danmörku þá er útgerðin nær sjálfbær. Sú tíð var að færeyskur sjávarútvegur þurfti 500 milljónir danskra króna á ári til að komast af.
Stórlega hefur dregið úr þeim styrkjum og kerfið er orðið heilbrigðara. Flotinn ber sig en ég veit ekki hvort það dugar til að endurnýja hann,” segir Auðunn Karlsson, íslenskur formaður Meginfélags útgerðarmanna, í ítarlegu samtali um færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið við DV í dag. Hann segir að Færeyingar séu almennt ánægðir með fiskveiðistjórnunarkerfið og enginn tali um að breyta því. Margir Færeyingar horfi yfir til Íslands og fagni því að hafa ekki fetað slóð frænda sinna.
“Peningarnir ráða orðið öllu á Íslandi. Gríðarlegir kvótahagsmunir útgerða liggja um allt bankakerfið og stjórnmálamenn þora ekki að hreyfa við kerfinu. Færeyingar horfa með hryllingi til Íslands og brottkastsins og brasksins. Enginn talar lengur um að taka upp það kerfi. Menn tala gjarnan um það hér að forðast að fá íslenskt ástand í fiskveiðunum. Þar má ekki gleyma því að Færeyingar þekkja afskaplega vel til Íslandsmiða eftir að hafa stundað sjó þar í 150 ár,” segir Auðunn. Allt um færeyska fiskveiðistjórnun í DV í dag.
DV, Fös. 16. nóv.
Já, það er ekkert annað.
<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
www.isbjorninn.cjb.net
“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Með kveðju,