Fyrirgefðu, var bara að lesa þetta og fannst ég bara þurfa að bæta hérna inn.
Ert þú eitthvað verri? Heldur þú virkilega að það verði bara alltaf landbúnaður á landinu, sama hvað? Stirkirnir eru nú hérna til þess að halda uppi bændastéttinni, sem meira en 90% landsmanna virðist vilja halda. Nú þykist ég vita þetta mjög vel þar sem að ég bý nú í sveit, og ég sé nú engann verða að Jóhannesi í Bónus við að stunda landbúnað. Það er eitt bú hérna í grendinni sem stundar lífræna ræktun á sauðfé. Fjölskyldufaðirinn þarf að vera fjarverandi vikum saman til þess að endar nái saman, markaðurinn fyrir þetta er bara einfaldlega ekki nógu mikill, sama hvað fólk segir…
Ég trúi því nú bara ekki að einhver geti virkilega haldið því fram að landbúnaður og atvinna í landinu verði bara alltaf til staðar ef ekki er hlúð að henni, að því virðist af mönnum sem vita miklu meira um þetta mál en þú, og mér finnst það eiginlega bara grátlegt þegar fólk gagnrýnir aðra fyrir hluti sem það virðist ekki skilja sjálft, les bara blöðin og trúir öllu sem þar stendur.
Í sambandi við kvótakerfið þá nefnir þú það þarna í sambandi við landbúnað, þannig að ég býst við því að þú meinir landbúnaðarkvótan. Ef þú heldur virkilega að hann sé að rústa landsbyggðinni, þá hefur þú svo rangt fyrir þér. hann var upphaflega settur á til þess að innflutningur á landbúnaðarvörum færi ekki upp úr öllu valdi, og þar af leiðandi myndi sá innflutningur skemma fyrir bændum. þannig bjargaði ríkisstjórnin bændum.
Ég ætla að nefna eina hátæknistarfsemi sem mikið hefur verið í deiglunni í dag. Álverin sem verið er að tala um að koma upp á tveimur stöðum á landsbyggðinni, annars vegar á austurlandi, en þar er verkefnið orðið starfshæft, og svo hinsvegar á Bakka við Húsavík. Hvað sem Geir H. Haarde segir þá er Framsóknarflokkurinn eini flokkurninn sem hefur verið afdráttarlaus í skoðun sinni á atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og sýnt það með því að finna leið til að skapa nógu mikla atvinnu, hátækniiðnina sem fer fram í álverum, eini flokkurinn sem hefur lagt sig fram og fundið lausn, eitthvað sem engum öðrum hefur tekist hingað til.
Það sem er s.s. í alvörunni að eyðileggja landsbyggðina er umhverfistískan í höfuðborginni. það virðist nefnilega ekki virka að íbúar 101 geti ekki skroppið í lautartúr norður í land þegar það verður komið álver, eða er það ekki einmitt þannig sem þú sérð þetta, sem sumarleifisstað útí fjandanum, svona lítið krummaskuð sem ágætt væri að tjalda á og grilla pilsur. Mér líður allavegana eins og þér finnist það, og þá líður mér, sveitunganum, eins og eitthvað furðudýr sem gaman er að skoða…
þess vegna vildi ég að Framsókn fengi meira fylgi, vegna þess að ég bý ekki í 101 og mér er í ALVÖRU annt um það líf sem á sér stað úti á landsbyggðinni, ekki bara eitthvað eitt einstakt blóm, heldur öll blómin, öll dýrin, og síðast en ekki síst, allt það fólk sem byggir þetta land, og það er það sem hryggir mig mest, það að í miðri umhverfisstefnunni þá á fólkið einhvern veginn að víkja. Þetta vil ég alls ekki, og þess vegna valdi ég eina flokkinn sem hefur ekki látið til leiðast af háværustu röddunum heldur alltaf fylgt sinni samfæringu.
þess vegna verður það alltaf X við B
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.