Það er nóg komið af núverandi ríkisstjórn. Ekki bara valdhroki og athafnir sem jaðra ansi mikið við spillingu eins og t.d jónínu bjartmarz málið og ráðning hæstaréttardómara þar sem eiríkur tómasson var ítrekað settur aftur fyrir sér vanhæfari kandídata, t.d frænda davíðs oddssonar eins og margir muna eflaust. Ákvörðun tveggja manna um stuðning við íraksstríð án þess að bera það undir háa alþingi, gegn vilja 88% þjóðarinnar. Og fjölmiðlafrumvarpið, þar sem forseti vor neitaði að skrifa undir lögin, hvað gerði ríkisstjórnin? samkvæmt stjórnarskrá átti málið að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, en nei, það vildu stjórnarmeðlimir ekki, þeir vildu ekki fullnægja lýðræðinu svo þeir bjuggu til annað frumvarp og þjösnuðu því í gegn. Kvótakerfið er dæmi um misheppnað jafnvel spillt kerfi, ekki það að kvóti sé slæmur, það var bara útfærsla þessara blessuðu stjórnarflokka sem rústaði sjávarbyggðum landsins og tryggði milljarða á nokkrar hendur, þar með talinn halldór ásgrímsson fv. forsætisráðherra, sem hagnaðist gífurlega á því. Þenslan í augnablikinu er gífurleg og verðbólga langt yfir því sem eðlilegt getur talist. Hún er það há að ísland er langt frá því að koma til greina sem esb ríki því verðbólgan er langt yfir öllum hámörkum þar. Hljómar ankanalega þar sem sum austur-evrópuríki sem nánast teljast þriðja heims ríki fengu inngöngu. Sjálfstæðisflokkurinn sigaði lögreglunni á baugsfeðga og eyddi 110 milljónum í mál sitt gegn þeim, baugsfeðgum sem eyða hundruðum milljóna í að kaupa tæki á barnaspítala hringsins vegna þess að ríkisstjórnin tímir því ekki, setur frekar 700 milljónir í nýtt sendiráð í japan og 45 milljónir í ný húsgögn í alþingishúsið. Bara þessir peningar dygðu langt upp í þau 400 hjúkrunarrými sem vantar upp á fyrir eldri borgara, en nei eyðum frekar 700 millum í sendiráð í japan svo við getum haldið fínar karaokeveislur fyrir japanska framámenn.
Það er svo ægilega margt sem bendir beinlínis til spillingar í störfum ríkisstjórnarinnar og ef ekki spillingur þá vítaverðs siðleysis. í guðanna bænum þið sem eruð að kjósa í fyrsta skipti ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn bara af gömlum vana eins og flestir gera, eða kjósa eins og pabbi sem kýs sjálfstæðisflokkinn…. sjálfstæðisflokkurinn er ekki sá sami og hann var þegar pabbar ykkar voru yngri. sem dæmi, faðir minn var í stjórn ungra sjálfstæðismanna á vesturlandi þegar hann var ungur maður… í dag gæti hann aldrei hugsað sér að kjósa þennan flokk, þó búinn að vera sjálfstæðismaður alla sína ævi… svo eitt í viðbót, viðskiptafrelsið sem sjálfstæðismenn eigna sér alltaf heiðurinn af.. flestir eru sammála um að inngangan í EES sé stærsta framfaraskrefið þar að lútandi.. en þeir sem eru eldri en tvævetra ættu að muna að það var jón baldvin hannibalsson alþyðuflokknum sem var utanríkisráðherra á þeim tíma.. þannig að vinstri menn eiga nú mikinn heiður af því viðskiptafrelsi sem ríkir hér í dag….