Sælir.
Það sem ég var að gera er einungis að hvetja þá sem lesa þessi fáu orð mín til umhugsunar um þau.
Ég var ekki að efast um að það væru til 63 hæfir menn.
Né var ég að segja að menn ættu að hugsa lengra fram í tíman, þó svo að það væri eflaust jákvætt.
Ekki er þetta spurningarleikur heldur tilraun mín til þess að reyna að fá fólk til umhugsunar um þessi mál.
Sjálfur hef ég pælt dálítið í þessum málum og komist að niðurstöu en frá þeirri niðurstöðu er ég ekki tilbúin að segja enn sem komið er. Hins vegar er ég til í að spjalla frekar um þessi mál við ykkur heiðursmennina.
En pælum nú aðeins betur í þessum málum:
Fjögurra ára uppsagnarfrestur/ráðningartími er það eðlilegt. Treystum við ríkisborgararnir þessum mönnum svona hrikalega vel? Fengu þessir menn jafn langan uppsagnarfrest sem t.d ræstitæknar?
Já, svo eru það 63 þingmenn en einungis sex eða sjö kjördæmi. Þetta leiðir af sér að t.d ég blessaður Reykvíkingurinn eyði mínu atkvæði í þeirri von um að koma 19 mönnum úr einhverjum þingflokkinum á þing. Hef ég tíma til þess að kynna mér 19 menn? Nei, hins vegar hef ég tíma til þess að kynna mér tvo eða e.t.v þrjá og kýs þá kanski Haldór , Siv og félagana 17 sem að ég veit ekki nokkurn skapaðan hlut um.