“Þakkir fyrir ágæt orð um röksemdafærslu mína og aukinheldur þakkir fyrir málefnalega gagnrýni. Ég býst þó við því að í öllum röksemdafærslum finnist einhverjar glufur og að slíkt verði seint fullkomið frekar en annað í þessum heimi. Persónulega vil ég þó meina að merkilega fáar glufur séu í umræddri röksemdafærslu minni og sú skoðun hefur eingöngu orðið traustari í sessi eftir lestur þessa svars þíns (ekki illa meint):)”
Tek þessu ekki illa, en vorkenni þér bara þeim mun meir.
“Flóttamenn eru allajafna ekki skilgreindir sem innflytjendur, a.m.k. ekki í byrjun þó merkilega margir þeirra verða allt í einu innflytjendur eftir nokkra viðdvöl hér á landi þrátt fyrir að fullyrt sé ætíð þegar þetta fólk kemur hingað að aðeins sé um að ræða stutta viðdvöl og síðan fari fólkið heim til sín aftur.”
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt um þetta. Öllum þeim flóttamönnum sem koma til landsins er boðið að vera eins lengi og það vill. En, ef ástandið batnar í þeirra eigin heimalandi, þá er oft boðið upp á aðstoð fyrir það við að flytja tilbaka. Auðvitað óska flestir þeirra sér að snúa aftur í upphafi, en það þýðir ekki að þeir þurfi þess. Svona hef ég alltaf upplifað flóttamannastefnu Rauða Krossins á Íslandi.
“Flóttamenn á ekki að gera að innflytjendum enda koma þeir ekki hingað í þeim tilgangi, sbr. í sama kafla stefnuskár FF:”
Hér eftir vitnarðu í kafla um pólitíska flóttamenn!!! Pólitískir flóttamenn og flóttamenn frá Júgóslavíu eru ekki alveg sambærilegir hlutir. Pólitískir flóttamenn koma á eigin vegum, oft vegabréfslausir, og sækja um hæli meðan Júgóslavarnir koma flestir á vegum Rauða Krossins eða ríkisins. Ég held nú að það sé mjög sjaldgæft að pólitískum flóttamönnum sé veitt landvistarleyfi á Íslandi, flestir eru sendir tilbaka.
“Já, börnin eru enn á mótunarárunum og það alveg upp að tvítugu eftir því sem ég best veit. Sé þó ekki hvað þú ert að fara með aldurstakmörkun. Hver var að tala um slíkt? Öll börn innflytjenda eiga að eiga þess kost að læra Íslensku, og það jafn mikla Íslensku eins og því verður við komið, hvort sem þau eru 12 ára eða 2 ára.”
Það var ég talaði um aldurstakmörk, en ekki í sambandi við íslenskukennslu. Ég talaði um aldurstakmörk varðandi móðurmálskennslu erlendra barna. Mér finnst nefnilega sjálfsagt að börnin fái kennslu í sínu móðurmáli samhliða íslenskunni, en viðurkenni þó að það er stór munur á þörfinni eftir aldri barnanna við komuna til landsins. Ef barnið kemur til landsins tólf ára þá hefur það mjög góðan grunn í móðurmálinu og þess vegna er eðlilegt að viðhalda því. Málið er að börn sem ekki eru tvítyngt frá unga aldri eiga erfiðara með að læra nýtt tungumál ef grunnurinn er ekki til staðar í þeirra eigin móðurmáli. Ég er sérstaklega að tala um ritað mál, því að það er þar sem vandamálið felur sig oftast.
Og þá koum við inn á aldurstakmörkin, sem ég er ekki hlynnt, heldur spurði þig hvort þú værir það. Mér finnst réttlátt að 12 ára barn fái kennslu í sínu móðurmáli samhliða íslenskunni, en er þá ekki óréttlátt að litla systirin sem var þriggja ára við komuna muni ekki fá kennslu?
“”Fella skal úr gildi lög sem kveða á um móðurmálskennslu fyrir innflytjendur/nýbúa á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Ef útlendingar hafa hug á að viðhalda móðurmáli sínu er þeim frjálst að gera það á eigin kostnað.“”
Er þetta ekki mismunun? Af hverju þurfa útlendingar sjálfir að borga fyrir móðurmálskennslu sína? Íslenska er ekki þeirra móðurmál, en samt þurfa þeir að læra hana (ekki misskilja mig, ég er auðvitað á því að þeir skuli læra hana).
Og af hverju eiga þeir svo að borga fyrir íslensku kennslu, taka próf … Til hvers??????? Og hvað, hverju skiptir útkoman?
“Það hjálpar börnum án efa, og jafnframt öllum, að læra tungumál betur því meira sem viðkomandi tungumál er talað í kringum þau. Það hefur þó nákvæmlega ekkert með móðurmál viðkomandi að gera eða kunnáttu þeirra í þeim. Og það sem meira er þá eru einmitt líkur á því að börnum innflytjenda gangi verr að læra Íslenskuna, eða a.m.k. mun hægar, ef þau venjast því að móðurmál þeirra sé alltaf talað í kringum þau af þeirra nánustu og hugsanlega líka vinum þeirra og kunningjum. Það er því alls ekki Íslenskukunnáttu þessarra barna í hag, eða innflytjenda almennt, að kenna þeim móðurmál þeirra heldur miklu fremur þvert á móti.”
Jú það hefur einmitt heilmikið með tungumálakunnáttu þeirra að gera hvort þau aðlagist betur. Ég skal alveg finna fullt af heimildum sem styðja mál mitt, aðrar en dagblöð:) Tungumálið er tjáningarmáttur og ef barn hefur ekki sæmilegt vald á a.m.k. einu tungumáli þá er það ekki beinlýnis til að bæta sjálfstraust þess. Ef þín rök eru þau að barnið læri íslenskuna seinn vegna þess að þau heyri svo mikið af sínu móðurmáli í kringum sig, þá verð ég nú að spyrja hvað það hafi með eina eða tvær kennslustundir í móðurmálinu að gera???? Hvort sem barnið sækir móðurmálstíma sína eða ekki þá breytir það engu um hversu mikið það talar tungumálið heima fyrir.
“Annars varðandi móðurmálskunnáttu innflytjendabarna þá spyr ég nú bara, hvenær er móðurmáskunnátta nokkurs einstaklings fullmótuð? Ég veit ekki betur en að enn sé verið að kenna íslenskum nemendum Íslensku löngu eftir að þeir byja að læra sitt fyrsta og annað erlenda tungumál auk þess sem móðurmálskunnátta allra er án efa að þróast alla ævi. Sé því ekki hvað þú ert að fara með að ”ætla að hætta að þróa það [móðurmálið] og byrja á nýju máli getur orðið til þess að barnið nær seint ef ekki aldrei fullkomnu valdi á nýja málinu“. Sérsaklega finnst mér þetta auðvitað kyndugt þar sem enginn er mér vitanlega að tala um að innflytjendur eða börn þeirra eigi að hætta að læra sín móðurmál. Þessa kenningu þína sem þú nefnir um að börnin nái kannski aldrei fullkomnu valdi á nýja málinu hef ég nú bara aldrei heyrt um þrátt fyrir að ég hafi nú tekið kúrsa í uppeldisfræði í menntó og þar se einmitt var fjallað mikið um þessi mál.”
Það segir sig sjálft að móðurmálskunnátta þeirra hægir á sér og stöðvast oft. 12 ára barn talar jú tungumálið nokkuð vel, en skrifar það það vel? Kannski þú hafir ekki heyrt talað um þessi mál á uppeldisfræðikúrsunum í Menntó, en ég er nú með kennsluréttindi í erlendum tungumálum og þau fær maður nú ekki bara í Menntó þannig að í fljótu bragði þá áætla ég að ég hafi lesið mér aðeins meira til um þetta, auk þess sem ég hef haft heilmikið með tvítyngd börn og fullorðna að gera.
Ástæðan fyrir því að íslenskan er kennd samhliða öðrum tungumálum er nákvæmlega sú sama og ég er að tala um þegar ég segi að útlend börn skuli fá kennslu í eigin móðurmáli samhliða íslenskunni.
Það er jú sannað mál að tvítyngd börn eru lengur að læra að tala. En þegar þau ná valdi á tungumálunum þá eru þau alla jafna jafnvíg á bæði (eða fleiri). En það er líka heimildir fyrir því að ef barn býr yfir góðum grunni í eigin móðurmáli þá hjálpar það til við að læra nýtt tungumál. Það segir sig sjálft að börn sem eru léleg í íslensku (og ég er að tala um skrifað mál, því að mér finnst það skipta miklu máli), stafsetningu, orðaforða og setningarfræði eiga ekki auðvelt með að læra ný tungumál, t.d. frönsku.
“Og svo er hin sígilda spurning, hvað er fullkomið vald á tungumáli? Hefur þú fullkomið vald á Íslenskunni? Ég efast um að ég hafi það.”
hahahah… auðvitað varðstu að klína þessu á mig:)
Nei enginn hefur fullkomið vald á tungumáli, ég skal ekki orða það svona aftur. En snýst málið ekki samt heilmikið um það að allir útlendingar skula læra að tala íslensku nær lýtalaust meðan enginn skiptir sér af Íslendingunum sem sjálfir geta varla gert sig skiljanlega á eigin tungumáli?
“Það er því nokkuð ljóst að það er um allt annað að ræða varðandi heyrnarlausa en innflytjendur og börn þeirra. Innflytjendur GETA lært Íslenskuna, talað hana og skilið, ef þeir bara leggja það á sig að læra hana. Heyrnarlausir geta það hins vegar ekki. Það að vera innflytjandi er ekki fötlun eins og heyrnarleysi er, innflytjendur eru alla jafna heilbrigt fólk og það að setja samasem merki þarna á milli tel ég vera hreina móðgun við þá sem þjást af heyrnaleysi. Heyrnarlaus börn innflytjenda eiga þó að sjálfsögðu sama rétt og heyrnarlaus íslensk börn að læra táknmál í skólum enda um sömu stöðu að ræða að því leyti og sömu fötlun. Sé ekki hvaða mun þú sérð þar á…?”
Þetta var ekki það sem ég spurði. Ég skrifaði: “Og þá er nú spurning hvað Flokki framfarasinna finnst um heyrnardaufa útlendinga og börn þeirra!” Ég talaði um börn heyrnarlaufra útlendinga en ekki heyrnarlauf útlensk börn. Og ef þú sérð þetta sem móðgun við heyrnarlausa þá er eitthvað að þínum skilningarvitum, því að heyrnarleysi í minni allra nánustu fjölskyldu og ég ber mikla virðingu fyrir móðurmáli heyrnardaufra. Og ég vil ekki tala um að fólk “þjáist” af heyrnarleysi, fólk er heyrnarlaust en það þýðir ekki að það “þjáist”.
“Mér hefur alltaf fundist það fáránlegt að börn sem hafa t.d. búið í Noregi fái að læra norsku í stað dönsku í skólum landsins. Slíkt er að sjálfsögðu ekki janrétti og hlýtur eðlilega að flokkast sem sérréttindi.”
En lögin segja ekkert um að allir verði að læra dönsku. Það verða bara allir að læra annað skandinavískt tungumál, og er þess vegna ekki eðlilegt að fólk geti valið á milli, alveg eins og að boðið sé upp á val á milli frönsku og þýsku?
Þú verðu að afsaka seint svar, en það er jú betra en ekkert svar.