Jú, þetta væri ákveðin gerð aðskilnaðarstefnu. En málið er, að með svona skipulagi geta allir búið í því þjóðfélagi sem þeir kæra sig um. Augljóslega, þá myndi engin svartur maður vilja búa í samfélagi hvítra kynþáttahatara (ef hann vildi það í raun og veru, þá freistast ég til að segja að hann sé hreinlega svo heimskur að hann eigi skilið að búa þar…), en málið er að hann hefur val, sem ég er ekki viss um að blökkumenn Suður-Afríku hafi haft. Ef þig langar að vera ‘cowboy’ þá gætir þú flutt til ‘Cowboyania’, eða eitthvað álíka. Þetta er eiginlega hugmynd um að skipta heiminum í marga risastóra skemmtigarða, eða ‘theme parks’.
Já, vissulega myndu þjóðir afmást. Slíkt er að minnsta kosti hugsanlegt. En það kæmu þá í staðinn aðrar leiðir til að flokka sig niður, það yrði t.d. til eins konar kúrekaþjóð, önnur sjóræningjaþjóð.
En það er svo gott sem ómögulegt að þetta verði að veruleika. Þess vegna kallast þetta draumalönd (samanber draumórar). Þó er til eitt svona draumaland, og það er landið sem Amish-fólkið byggir (nei, ekki BNA). Þetta er eins konar dæmi um fólk sem býr eins og það vill.