(AP-fréttastofan)
Klerkar í Afganistan og talsmenn Osama bin Laden hafa hvatt múslima um allan heim til að leggja land undir fót og taka þátt í að verja Talibanastjórnina falli. Hundruð múslima víðsvegar að hafa svarað kallinu og reynt að komast til Afganistan til að berjast við árásarlið Bandaríkjanna. Hermt er að hundruðir erlendra múslima séu komnin til Afganistan og að enn fleiri séu á leiðinni þangað.
Í Jemen einu munu svo margir múslimar vera á leiðinni til Afganistan að stjórnvöld þar í landi hafa gripið til þess neyðarúrræðis að koma upp sérstökum eftirlitsstöðvum á flugvöllum og við landamæri landsins, lokað hinni fjölförnu höfn í Aden að hluta og sent skip strandgæslunnar á vettvang til að fylgjast með umferð um Rauðahaf. Stjórnvöld í saudi-Arabíu hafa einnig stöðvað fjölda fólks á leið til Afganistan, en bæði Jemenar og Sádar eru bandamenn Bandaríkjanna.
Það er auðveldara fyrir múslima frá Pakistan að komast til Afganistan. Þó landamæri ríkjanna séu að forminu til lokuð er víða hægt að komast á milli. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pakistan styðji hernaðaraðgerðirnar gegn Afganistan hafa hundruðir Pakistana vígbúist og haldið yfir landamærin til að berjast með Talibönum. “Móðir mín sendi mig til að berjast fyrir trú okkar,” hafði AP-fréttastofan eftir Farooq Shah, 21 árs íbúa í Temergarah í Pakistan. Shah sagði móður sína hafa selt alla skartgripi sína til að kaupa handa honum Kalashnijov-riffil svo hann gæti gengið til liðs við Talibana.
Samtök bókstafstrúaðra múslima í Suður Afríku fullyrða að 2.500 suður-afrískir múslimar hafi skráð sig til að fara til Afganistan. Múslimar frá Bretlandi og Bandaríkjunum hafa einnig lagt land undir fót og farið til Afganistan. AP-fréttastofan hefur eftir breskum múslima í Pakistan að hann hafi á síðustu vikum þjálfað 200 breska ríkisborgara og smyglað þeim til Afganistan. Múslimasamtökin al-Muhajiroun fullyrða að þrír breskir múslimar hafi fallið í loftárásum Bandaríkjahers í síðustu viku og talsmaður samtakanna í London sagði mennina vera píslarvotta.
—
Þessi frétt kemur frá AP-fréttastofnunni. Svei mér þá ef þetta minnir mann ekki á krossferðirnar á sínum tíma þegar trúarleiðtogar í Evrópu hvöttu menn til að fara í stríð til bjargar trúnni og menn alls staðar að gleyptu við því og hrúguðust til Palestínu, enda héldu páfinni og þessir kallar íbúum Evrópu alveg í heljargreipum. Sama er víst að segja um trúarleiðatoga í islam, þeir hafa víst engin smá ítök meðal múslima. Engin furða því sennilega að fræðimenn segji að múslimar iðki trú sína í dag eins og kristnir menn gerðu á miðöldum.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
Með kveðju,