Ef það er eitthvað sem mér er illa við þá er það óheiðarleiki.
Ef þú hefur engar skoðanir á hlutunum þá finnst mér frekar lágkúrulegt að búa til persónuleika til að taka þátt í samræðum.
Þú skrifar að boðskapur Vilmars hafi verið tengdur mannlegri hlið mannsins. Ég geri þá ráð fyrir að þær séu byggðar á þinni reynslu og það segir mér nóg.
Ég hætti að svara þér. Ástæðan var sú að mig grunaði að þetta væri djók og þá er nú best að hætta þegar leikur stendur hæst, og vorkenndi þér hálfpartinn fyrir heimsku þína og fáfræði.
Mér finnst ansi hart ef að maður þarf að fara að lesa allar greinar með það fyrir augum að kannski séu þær spaug.
Að fólk skuli svo hrósa höfundinum (þér), finnst mér til skammar, sammála ritter. Myndi fólk líka gera það í daglega lífinu? Held ekki.
Það sem þú gerðir gæti allt eins orðið til að fólk svarar ekki nýjum nöfnum. Ég vona að það verði ekki svoleiðis, en það kæmi mér ekki á óvart. Fólk á það nefnilega til að dæma fyrirfram hvort sem er (eins og þú sjálfur sást) þegar það sér að höfundur er nýr notandi. Ég er ekki gamall notandi en ég var búin að lesa með í langan tíma áður en ég skráði mig, en það er enginn sem getur vitað það. Ég lít svo á að það hafi verið stærsti skaðinn sem þú ollir hér inni, nýir notendur hafa alveg sama rétt á að vera teknir alvarlega eins og þeir gömlu.
Þetta eru mín lokaorð til þín.