Sælir,
Já, eins og ég hafði á orði hef ég rætt við nokkra ómálefnalega menn hér á Huga en engan eins og Vilmar og hætti ég einfaldlega að ræða við manninn þar sem mér þótti sýnt að þessi maður væri annað hvort verulega bilaður á geðsmunum eða að þetta væri eitthvað grín, sbr.:
“Ég er farinn að halda að þetta tal þitt sé eitthvað spaug hjá þér því það er alltaf að verða minna og minna vit í þessu hjá þér, því miður.”
Það síðara reyndist víst rétt. Mér finnst svona fölsk framkoma ekki eiga erindi í málefnalega umræðu. Þetta var kannski fyndið eftir á að líta að mati sumra en það að sigla undir fölsku flaggi er einsfaldlega bara ekki heiðarlegt né málefnalegt og á ekki heima í umræðu sem þessari.
<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.