Við höfum þrjá aftursætisbílsjtóra núna, þeir sem vilja beygja til hægri og þá sem vilja beygja til vinstri. Svo er miðjan sem brunar með þeim sem hafa sterkari hönd á stýrinu. Það er ekkert verið að hugsa um bílstjórann eða þann farm sem hann hefur. Við stefnum á vegg og enginn ætlar að gefa neitt eftir. Allir ætla að fá að ráða. Það kemur ekki til greina að láta þann sem þarf að keyra ráða, því hann veit ekki neitt hvert hann stefnir þó svo að hann sjái vegginn.
Það er meira að segja komið í það að fólk kýs sér aftursætisbílstjóra til að rífast við hina um hvað eigi að gera í stað þess að finna það hjá sjálfu sér að stoppa, hugsa málin og taka skynsamlega ákvörðun sem samræmist vandamálinu hverju sinni. Og losa sig við aftursætisbílstjórana.
friður
potent