ég vill fá að vita eða fá, afhverju eru þessi efni ólögleg?
ég hef leitað á netinu en hef ekki fundið nein grundvöll fyrir afhverju þessi sérstöku efnasambönd eða lyf eru ólögleg. nema það að sjórnvöldinn séu föst í þátíðini skil ég ekki afhvejru þú getur keypt fullkomnlega löglegt eiturlyf(fíkniefni) út í búð. ég er ekkert að segja neitt á móti alkahóli né tóbaki heldur er ég að hugsa um afhverju séu þessi 2 lyf með sérstaka undanþágu þar sem það er vitað að þau geta skaðað mann.
nú ísland er frekar aftarlega í þessum málum, vill ég á meðal benda á það að öll ólöglega eiturlyf er hent í einn flokk sem er í 6gr. í Lög um ávana- og fíkniefni.
þetta er sama stefna og bandaríkjamenn nýta sér.
sama á við forvarnir hér á landi, stað þess að fræða er notað hræðsluáráttur hér er dæmi:
“Ég held að innst inni efist enginn um skaðsemi hass. Rannsóknir og reynsla staðfesta það, líkt og gerst hefur með tóbakið. Við vitum líka að áfengi er skaðlegt í miklu magni og það er mayonnaise líka. …”
“Hass er eiturlyf. Vítissódi er eitur og er brúsinn merktur með hauskúpu. Sömuleiðis klór, brennisteinssýra og sitthvað sem okkur dytti aldrei í hug að smakka. Hvers vegna ekki? Kannski er sletta af vítissóda út í pepsí alveg geðveikt stöff, vill einhver prófa? Eða örlítið stryknín í nös? Nei, við þurfum ekkert að prófa okkur áfram. Vísindin segja að þetta sé eitur og við trúum því. Guði sé lof fyrir vísindin – og blessuð sé minning þeirra einstaklinga sem hafa innbyrt þessi eiturefni. …”
“Ég hvet ykkur því að til að láta jónur, stuð, gras, hamp, stykki, arfa, spítt, kók og annan óþverra eiga sig og muna að það er full ástæða fyrir því að þessi efni eru kölluð eiturlyf. …”
þetta er tekið af netinu réttara sagt þessari síðu
http://www.ma.is/forvorn/hassfyrirlestur.htm
þetta er fyrirlestur sem var í Mentaskóla Akureyarar 18. mars 1999
þarna talar hann um að áfengi er skaðlegt í miklu magni en kemur síðan með “afsökun” að mayonnaise er það líka.
Hann er að mála kannabisefni sem skrattan, hann hefur greinilega misst af því þegar vísindu fundu út að kannabisefni geta verið notuð í læknistilgangi, samt er hann að líkja kannabis við klór og brennisteinssýru.
Hann hvetur einnig fólk til að halda sig frá Hamp
fyrir þá sem vitið ekki hvað hampur er:
http://en.wikipedia.org/wiki/Hemp
ég veit ekki með ykkur en í mínum augum líkist þetta hræðsluárátri og að þessi maður sem flytur þennan fyrirlestur er greinilega ekki jafn vel fræddur um þetta málefni og hann heldur fram.
það dregur mig aftur að upprunalegu spurninguni.
Af hverju eru þessi lyf ólögleg?
ég hef heyrt þvælur eins og að það er verið að gefa okkur frelsi frá fíkniefnum og fleiri þvílikar afsakanir.
fíkniefni eru vinsælli í dag heldur en áður fyrr og meira aðgengi að þeim. það þarf að mínu mati að fara yfir þetta kerfi sem við höfum fengið lánað hjá bandaríkjamönnum, enda hefur það ekki borið nein árángur.
að fíkniefnasalar eða burðardýr eru náð er enginn árángur bara eitthvað flott fyrir cameruna, það er svo mikill peningur í fíkniefnum að það er ekki hægt að stöðva þetta og hverst skipti sem þeir hafa náð þessum stórsigrum eins og þeir kalla það stundum, koma bara fleiri í staðinn.
ég vona að komið með ykkar skoðun á þessu máli og jafnvell getið komið nýu ljósi á það.
ég vill líka biðja fólk um að haga sér eins og siðmentað fólk, það er enginn ástæða að vera dónalegt
takk fyri