Þú skalt ekki hætta að skrifa, en það væri líka ágætt að sjá aðrar greinar hérna sem snúast ekki eingöngu um þjóðernishyggju, sem virðist vera þér mjög hugleikin. Þessar greinar þínar eru hættulegar, af því að þær eru fágaðar og greindarlega skrifaðar. Þú ert greinilega víðsýnni og greindari en flestir þjóðernissinnar, og gætir þess vegna afvegaleitt aðrar annars greindar manneskjur. Þess vegna er nauðsynlegt að svara þér fullum hálsi og reka niður vitleysuna þegar hún gýs upp.
Ég mun halda áfram að berjast gegn fáfræði, afturhaldssemi og ranghugmyndum, og breiða út boðskap umburðarlyndis og fjölbreytileika. Mér finnst gaman að ræða við fólk sem hefur skoðanir, sérstaklega þá sem hafa aðrar skoðanir en ég sjálfur því þá verður mest fjör í umræðunni. Ég mun halda áfram að svara þeim sem mér finnst svara verðir, þeim sem bera með sér að á þeim sé mark takandi. Um leið og ég verð var við skoðanir sem hafa ekkert annað að styðjast við en ólæknandi trú byggða á fordómum, fáfræði og þröngsýni virði ég ekki viðkomandi manneskju viðlits. Á meðan umræðan er málefnaleg held ég áfram að reyna að snúa hugsandi einstaklingum, sem vaða þó villu vegar, til hins betra.
Sæll,
Engar áhyggjur, ég er ekkert að hætta að skrifa, verð bara hugsanlega ekki í netsambandi um hríð.
Hvað annars þekkirðu marga þjóðernissinna vinur? Og hvað gerir þér kleift að alhæfa svona um flesta þjóðernissinna? Hvað eru þetta annað en fordómar? Ég hef sjálfur ekki fallið í þessa gryfju að alhæfa um flesta múslima eða aðra heldur verið hófsamur og talað í besta falli um stóran hluta þeirra og þá ekki selt það dýrara en ég hef keypt það.
Annars er það væntanlega mitt mál um hvað ég skrifa. Hef nú einnig skrifað mikið hér um Evrópumálin og teljast þau nú ekki sem þjóðernishyggjumál. Annars tel varnir þjóðarinnar bara það mikilvægar í dag að ég tel brýna nauðsyn á að skrifa um þau mál. Ég tel mig því síst vera að afvegaleiða fólk enda sé ég ekki hvernig maður afvegaleiðir fólk með því að benda því á staðreyndir. En auðvitað eru greinar mínar hættulegar í augum þeirra sem vilja ekki að skoðanir sem þessar heyrist. Býst við að LÍÚ finnist skoðanir þeirra sem gagnrýna kvótakerfið að sama skapi afskaplega hættulegar…
Það er annars gott að vita að til sé svona fullkomnir eistaklingar, eins og þú virðist halda að þú sért, sem “berjast gegn fáfræði, afturhaldssemi og ranghugmyndum, og breiða út boðskap umburðarlyndis og fjölbreytileika” sem ég býst við að þú teljir hinn eina rétta boðskap. Sé svo er væntanlega um að ræða hjá þér ákveðna “ólæknandi trú byggða á fordómum, fáfræði og þröngsýni”, að mínu mati a.m.k.
Annars þurfa allir á aðhaldi að halda og gott að vita að þú hefur tekið að þér að reka niður í mig vitleysuna þegar hún gýs upp. Annars er nú væntanlega umdeilt hvað sé vitleysa í þessu og vil ég nú meina að það fari lítið fyrir henni í mínu máli.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
0