Vel yfir 20.000 manns hafa sagt sig úr gagnagrunninum

Já, skv. upplýsingum frá Landlæknisembættinu hafa nú vel yfir 20.000 manns sagt sig úr svonefndum miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði og sé tíðni úrsagna að aukast fremur en hitt. Þetta þykja mér góðar fréttir. Þetta minnir mann á það þegar um 800 manns höfðu sagt sig úr grunninum og Kári Stefánsson var inntur eftir því hvort það illi honum áhyggjum. Hann mun þá hafa svarað því til að hann hefði nú ekki áhyggjur þó einhver hundruð manns segðu sig úr grunninum, hann færi fyrst að hafa áhyggjur þegar um væri að ræða einhver þúsund. Kári ætti því að hafa ærna ástæðu til að hafa áhyggjur núna.

Annars er ég ekki á móti miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði sem slíkum. Ef fólk vill taka þátt í þessu uppátæki er það bara þeirra mál. Það sem ég er á móti er að steypa allri þjóðinni í gagnagrunninn og segja svo við hana að hún geti haft fyrir því að segja sig úr einhverju sem hún sagði sig aldrei í. Ef öll félög gætu gert þetta þá gerði maður sennilega ekki annað allan daginn en að segja sig úr hinum og þessum félagsskapnum. Með þessu fyrirkomulagi er einfaldlega traðkað gróflega á stjórnarskrárvernduðu félagafrelsi þjóðarinnar.

Það á að fara að lögum og siðareglum lækna sem kveða á um að upplýst samþykki fólks liggi fyrir taki það þátt með beinum eða óbeinum hætti í vísindatilraunum. Það þýðir ekki að segja bara að þöng sé sama og samþykki eins og eitthvað smábarn. Sjúkraskýrslur eru trúnaðarmál læknis og sjúklings og þær má ekki afhenda þriðja aðila með neinum hætti nema með upplýstu samþykki beggja aðila. Þetta hefur allt verið hunsað! <br><br>Með þjóðlegri kveðju,

Hjörtur

“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Með kveðju,