Það er langt frá því að ég hafi á móti fólki sem er á móti stórvirkjunum. Ég er ekki hlynntur stóriðjustefnunni en hef þó unnið á Kárahnjúkum.
Hvað er fólk að pæla með því að mótmæla núna, 3 árum eftir að byrjað var á virkjuninni? Heldur fólk að það skili einhverju þegar að virkjunin er nánast tilbúin?
Ég segi við þetta fólk, ykkur hefði verið nær að gera þetta fyrir 3-4 árum, eins kröftuglega og þið gerið þetta í dag! Sennilega hefði það haft einhver áhrif!
Hef aldrei séð tilgang með því að mótmæla einhverju sem er of seint að mótmæla. Skaðinn er skeður.