Fréttavefur Morgunblaðsins, 1. des. 2006
Meirihlutasamstarfi framsóknar- og sjálfstæðismanna í Árborg slitið
Meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Árborg hefur verið slitið, en trúnaðarbrestur er sagður vera hluti af ástæðunni. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarps.
Að sögn Þórunnar Jónu Hauksdóttur, oddvita sjálfstæðismanna, var ekki samstaða á fundi skipulags-og bygginganefndar í dag hvernig afgreiða ætti tillögu að deiliskipulagi á Sigtúnsreit á Selfossi. Hún segir framsóknarmenn hafa greitt atkvæði öðruvísi en rætt hefði verið fyrirfram segir í fréttum Útvarps.
Framsóknarmenn voru kallaðir á fund í kjölfarið og þar lögðu þeir til að samstarfinu yrði slitið.
Alls sitja níu bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Árborgar. Fjórir fulltrúar sjálfstæðismanna mynduðu meirihluta með tveimur bæjarfulltrúum framsóknarmanna eftir kosningarnar í vor. Samfylkingin fékk hinsvegar tvo fulltrúa og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fékk einn bæjarfulltrúa kjörinn. Sjálfstæðismenn geta því myndað meirihluta með því að hefja samstarf við annan hvorn flokkinn.
Hvernig spáið þið næstu sveitarstjórn Árborgar?