Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að búast megi við miklum samdrætti í íslensku atvinnulífi eftir áramót og miklum aukningum á atvinnuleysisskrám skv. fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þetta er það sama og verkalýðshreyfingin hefur hvað eftir annað verið að vara við í a.m.k. ár. Sú margumrædda uppsveifla sem verið hefur í íslensku atvinnulífi er því nokkuð ljóslega að renna sitt skeið og niðursveifla að taka við. Samfara þessu er líklegt að fjöldi útlendinga, sem komið hefur til landsins sem farandverkamenn, fari á atvinnuleysisbætur. Er talið að um geti verið að ræða mörg hundruð manns.
<br><br>Með þjóðlegri kveðju,
Hjörtur
“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Með kveðju,