Hér fyrir neðan er snilldar grein af samt.is (samtök trúlausra).
“Kæri lesandi, hver heldur þú að yrðu viðbrögð alþingismanna við þessari beiðni? Já, auðvitað yrði þessu kastað á haf út. Þetta er rugl. Stjórnarskrá Íslendinga er afdráttarlaus, þetta væri lögleysa og vitleysa. Svona nokkuð kæmi ALDREI til greina. <br><br>
Eða hvað………………..? <br><br>
Í pistlinum er vísað í 5. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis og litarháttar en þar eru fleiri atriði talin sem eigi má mismuna vegna m.a. vegna <b>TRÚARBRAGÐA.</b> Í 64. gr. stendur svo til viðbótar að enginn megi neins missa af réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna og að öllum sé frjálst að standa utan trúfélaga. Þetta þýðir að samkvæmt stjórnarskrá skulu allir vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis, litarháttar og trúarbragða (eða trúleysis).<br><br>
Skoðum nú hið fáránlega dæmi hér að ofan en nú skulum við nota misrétti sem byggt er á trúarbrögðum, t.d. lútherstrú, í stað kynferðis og litarháttar. Ruglið er skáletrað. <br><br>
<b>Til Alþingis Íslendinga</b> <br><br>
Helgidagur lútherstrúarmanna. <br><br>
<i>Skemmtidagur hvítra kvenna. </i><br><br>
Trúfélagið ”Evangelísk-lúthersk kirkja“ (lítill klofningshópur úr alheimssamtökum Kaþólsku kirkjunnar) heldur uppá helgidaginn ”Jóladag“ 25. desmber ár hvert.<br><br>
<i>Kvennfélagið”Hvíta konan“(lítill klofnings-hópur úr alheimssamtökunum ”Snjóhvíta konan“) heldur uppá ”Skemmtidag hvítra kvenna“ 25. nóvember ár hvert.</i> <br><br>
Til þess að dagur þessi njóti tilhlýðilegrar virðingar gerir félagið þá kröfu að öll sölustarfsemi og skemmtanir séu bannaðar með öllu þennan dag. <br><br>
<i>Til þess að dagur þessi njóti tilhlýðilegrar virðingar gerir félagið þá kröfu að öll sölustarfsemi og skemmtanir séu bannaðar með öllu þennan dag.</i> <br><br>
Þennan dag leggja lútherstrúarmenn ávalt niður vinnu og gera sér glaðan dag, gyðingar, múhameðstrúarmenn og trúlausir mega því heldur ekki hafa verslanir sínar opnar þennan dag jafnvel þótt þeir haldi augljóslega ekki uppá daginn. <br><br>
<i>Þennan dag leggja hvítar íslenskar konur ávalt niður vinnu og gera sér glaðan dag, litaðar konur mega því heldur ekki hafa verslanir sínar opnar þennan dag jafnvel þótt þær haldi augljóslega ekki uppá daginn.</i> <br><br>
Ljóst er að mikil og góð meirihluta-hefð er fyrir því að á Íslandi búi lútherstrúarmenn en ekki fólk með aðrar trúarskoðanir sem eru í miklum minnihluta. Einnig hefur verið ákveðið að trúlausir megi ekki heldur hafa verslanir sínar eða skemmtistaði opna þennan dag. <br><br>
<i>Ljóst er að mikil og góð meirihluta-hefð er fyrir því að á Íslandi búi hvítar konur en ekki litaðar konur sem eru í miklum minnihluta. Einnig hefur verið ákveðið að karlmenn megi ekki heldur hafa verslanir sínar eða skemmtistaði opna þennan dag.</i> <br><br>
Gerð er krafa um að sett verði sérstök ”Lög um helgidagafrið“ þar sem nánar er kveðið á um bann við allri sölustarfsemi og skemmtanahaldi hvort sem er lútherskra eða fólks með önnur trúarbrögð og allra trúlausra þann 25. desember ár hvert. <br><br>
<i>Gerð er krafa um að sett verði sérstök ”Lög um Skemmtidagsfrið“ þar sem nánar er kveðið á um bann við allri sölustarfsemi og skemmtihaldi hvort sem er hvítra eða litaðra kvenna og allra karlmanna þann 25. nóvember ár hvert.</i> <br><br>
Þótt hér sé verið að mismuna fólki eftir trúarbrögðum þess sem bannað er samkvæmt 5. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til trúarbragða verður þó að gæta að því hve rík hefð er fyrir því að á landinu búi lútherstrúarmenn og í svo miklum meirihluta að slíkt hlýtur að réttlæta smá brot á stjórnarská enda er hin evangeliska lúterska kirkja þjóðkirkja á Íslandi samkvæmt stjórnarskrá, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að setja lög þessi hið fyrsta. <br><br>
<i>Þótt hér sé verið að mismuna fólki eftir litarhætti og kynferði sem bannað er samkvæmt 5.gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til litarháttar eða kynferðis verður þó að gæta að því hve rík hefð er fyrir því að á landinu búi konur með hvítan hörundslit og í svo miklum meirihluta að slíkt hlýtur að réttlæta smá brot á stjórnarskrá enda er ”Hvíta konan“ kvennfélag okkar Íslendinga samkvæmt stjórnarskrá og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.</i><br><br>
Því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að setja lög þessi hið fyrsta. <br><br>
<b>HIN SORGLEGA STAÐREYND ER SÚ AÐ LÖGIN VORU SETT OG ERU Í GILDI.</b> Lögin heita ”<i>Lög um helgidagafrið</i>“ nr. 32/1997 og á þeim byggja Lögreglustjórar um land allt þegar þeir ákveða með Lögreglusamþykkt ár hvert hvenær sölustarfsemi og skemmtanahald er bannað á helgidögum ríkiskirkjunnar. Þannig að þótt í stjórnarskrá sé skýrt kveðið á um að ekki megi mismuna fólki eftir kyni, litarhætti og trúarbrögðum (eða skorti á trúarbrögðum) að þá virðist það alveg út í hött ef brjóta á fyrstu tvö atriðin en svo bara sjálfsagt ef brjóta á vegna þriðja atriðis. <br><br>
Þetta kallar maður: <b>STJÓRNARSKRÁRBROT OG HRÆSNI</b>, ef annað er í lagi en hitt rugl þótt bæði byggi á og vísi til 5. gr. stjórnarskrár alveg að jöfnu. <br><br>
Til glöggvunar er hér orðrétti textinn úr stjórnarskránni: <br><br>
5. gr. <br><br>
<div class=”lesit“>Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.</div> <br><br>
64. gr. <br><br>
<div class=”lesit“>
Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.</div> <br><br>
<b> Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga.”</b> <br><br><br><br>S.G.