Það eru ekki heldur þitt að ákveða það, mínar skoðanir eru að hvalveiðar eru heitt mál sem útlendingar eru sterklega á móti(sama hve mikil hræsni það er af þeirra hálfu). Að Íslendingar leyfi hvalveiðar hefur því slæm áhrif fyrir aðrar atvinnugreinar sem þarf að taka í reikninginn. Gróði Íslendinga í heild á ekki að minnka bara afþví einhver kall vill fara að veiða hval, heldur á hann að aukast því annars er það einfaldlega ekki þess virði.
Þín skoðun hefur oft komið fram að þú vilt fá að gera nánast hvað sem er án afskipta ríkisins, ég held að flestir hafi tekið eftir því. Ég aftur á móti vill að ríkið passi upp á það sem þarf að passa upp á, þó það eigi auðvitað ekki að vera einungis til að gera líf þeirra stjórnmálamanna léttara.
Annars nenni ég mjög takmarkað að rökræða um hvalveiðar, ein af ástæðum þess að ég hef ekki fylgst með hvernig þetta allt fór.