Hryðjuverk- sökudólgar
Líkt og restin af heimsbyggðinni eru íslendingar slegnir yfir tíðindum dagsins. Persónulega verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei lifað jafn súrrealískan dag. Varðandi hverjir það eru sem líklegastir eru til að hafa framkvæmt ódæðið þá hafa flestir bent á Talebana í Afganistan. Það eina sem ég sé að því er að Afganistar hafa hingað til varla haft efni á því að brauðfæða þjóð sína og búa við ótrúlegann skort. Nú verð ég seint talinn talsmaður fyrir Talebana, en ég tel að hér hljóti stærri samtök að koma að málinu. Þetta er alltof vel skipulagt og úthugsað til þess að lítill hryðjuverkahópur komi þar að máli. Þetta er verk einhvers alheimshryðjuverkasambands sem auðsýnilega svífst einskis til þess að boðskapur þeirra heyrist. Ég tel að það eigi eftir að heyrast fljótlega frá þeim standa á bak við þetta því að þeir hljóta að vera “stoltir” af árangnum af verkum sínum.