Sæll félagi,
Fyrir mér er þetta eins ljóst og það verður miðað við það sem við höfum til grundvallar.
Jahá, nú TELURÐU að meirihluti þjóðarinnar hafi verið andvígur aðildinni að NATO og að það séu þó engin rök fyrir því að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoðum þessi orð þín aðeins í ljósi þesss sem þú sagðir um þetta mál um daginn:
Þann 2. ágúst s.l. sagðir þú orðrétt: “Meirihluti þjóðarinnar var EKKI á móti NATO!”
Þann 10. ágúst s.l. vitnarðu í Gunnar heitinn Thoroddssen máli þínu til stuðnings: “Hvers vegna var þessum tillögum um þjóðaratkvæði hafnað? Í fyrsta lagi var það ljóst, að meiri hluti þjóðarinnar var fylgjandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. … Að þessu athuguðu var þjóðaratkvæðagreiða því óþörf til að skera úr um málið.”
(Hvað varstu annars að vita í Gunnar ef þú ert svo ekki sammála honum??)
Þann 13. ágúst s.l. segirðu: “… ég hef lagt fram mín rök fyrir því að meirihluti þjóðarinnar hafi ekki verið andvíkur inngöngu í NATO …”
Þann 14. ágúst s.l. kemur síðan einhver afturkippur og þú ferð að draga í land af einhverjum ástæðum. Þú segir:
“Persónulega hefði ég viljað sjá þetta fara í þjóðaratkvæði. Málið er bara það að fólk á þessum tíma var mjög flokksbundið, Þessir menn á þingi höfðu kanna það innan flokkana hver skoðun hinns almenna flokksmanns var, hún reyndist vera mjög sterk íi átt að aðild í alþýðuflokknum, framsóknarflokknum og síðast en ekki síst í sjálfstæðisflokknum, þannig að fulltrúar fólksins tóku ákvörðun fyrir það. Og svo virðist sem að almennt hafi fólk verið ánægt með þá ákvörðun því að það hélt sömu mönnum innni á þingi. Fólkið hefði rekið þessa menn ef það væri á móti NATO!”
Nú “virðist” allt í einu sem fólk hafi verið ánægt og að það “hefði” rekið þessa gaura ef það hefði ekki verið það o.s.frv. Missti Sjálfstæðisflokkurinn tiltölulegt fylgi í síðustu kosningum þrátt fyrir kvótakerfið? Nei, samt sýndu skoðanakannanir að fólk var að meirihluta mjög andvígt því. Það hvort flokkar haldi þingsætum sínum þarf bara oft ekkert að segja um afstöðu fólks til einstakra stefnumála þeirra, svo einfalt er það bara.
Já langt gaman það, þú notaðir “Lúsifer” í allan ágústmánuð félagi :) Hvað ætli S.G. “gamnið” vari svo lengi…?
Annars, fyrst þú varst að segja að Flokkur framfarasinna væri fáránlegur flokkur langar mig að koma með eina tilvitnun enn í þig, frá 6. mars s.l. Hún hljóðar svo: “Ég vil taka það fram að ég er ekki ”framfarasinni“ en mér finnst mörg málefni sem þeir eru að berjast fyrir vanta í umræðuna.”
Hafðu það svo bara sem best vinur :)<br><br>Með þjóðlegri kveðju,
Hjörtur
“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain