Mér finnst alltaf voða merkilegt að lesa skrif eftir Hjört J. Guðmundson sem nefnir sig ritter hér á huga, því að hann er alltaf að staðhæfa að það sé ljóst að Íslenska þjóðin sé að meirihluta sammála sér, eins og mátti sjá á umræðunni okkar um hvort þjóðin hefði verið andvíg inngöngu í NATO og nú nýlega grein á heimasíðu hans þar sem hann fullyrðir hvað eftir annað að það sé ljóst að meirihluti Íslendinga sé á móti innflytjendum.

“Hver segir að hér muni búa “… fjölbreyttur hópur fólks í fjölþættu samfélagi …”? Það vill svo bara til að stærstur hluti þjóðarinnar er bara ekkert hress með að svo verði…”

“…ein ástæða þess að stefnuleysi ríki í þessum málaflokki sé hræðsla Samfylkingarinnar við að taka afstöðu með hagsmunum innflytjenda þar sem ljóst er að stærstur hluti þjóðarinnar er á öndverðri skoðun.”

Ég bara hef ekki orðið var við þennan meirihluta, ekki hér á huga eða á nokkrum öðrum stað, fólk er yfirleitt jákvætt í garð innflytjenda en að sjálfsögðu heyrast raddir fordómafullra þröngsýnismanna í þessu máli sem öðrum.
<br><br>S.G.