Sæll Ingólfur,
Kannski á ekki að skylda menn til að læra neina trú í skóla, skal ekki segja um það. En hvað sem því líður þá er það bara staðreynd að hinir ýmsu menningarheimar eru bara svo ólíkir og oft á tíðum andstæðir að þeir eiga bara ekkert erindi saman. M.ö.o. hinar ólíku hefðir manna hvaðanæva úr heiminum munu aldrei verða stundaðar í friði einfaldlega hversu ólíkar þær eru allajafna sem aftur þýðir árekstra og ófrið.
Oft á tíðum fáum við sitthvað jákvætt út úr framandi menningarheimum sem við getum aðlagað að okkar menningu og aukið við hana. Hins vegar er sennilega mun meira neikvætt sem við fáum frá öðrum menningarheimum en jákvætt. Eða eins og segir á heimasíðu Flokks framfarasinna www.framfarir.net:
“… við erum ekki á móti útlendum menningaráhrifum á íslenska menningu. Það er einfaldlega staðreynd að íslensk menning mun alltaf verða fyrir einhverjum utanaðkomandi áhrifum og hefur alltaf gert. Hins vegar teljum við brýnt að tryggt sé að íslensk menning fái þann tíma og það svigrúm sem hún þarf til að aðlagast hinum útlendu áhrifum en ekki að íslensk menning verði gleypt af þeim. Við verðum ennfremur að reyna eftir megni að tileinka okkur það góða úr þessum áhrifum og það sem er til þess að styrkja íslenskt þjóðfélag, en hafna því sem ekki er til eftirbreytni og er til þess að grafa undan þjóðfélaginu.”
Sammála?
Hins vegar er það ekki rétt að gestirnir læri mikið af okkur. Þ.e.a.s. a.m.k. ekki í þeim skilningi að þeir aðlagist okkur. Innflytjendamál eru einfaldlega orðin að gríðarlegu vandamáli alls staðar í hinum vestræna heimi. Ábyrgðin hvílir fyrst og fremst á þeim ráðamönnum sem hafa haldið á þessum málum með kolröngum hætti sem síðan hefur haft í för með sér hörmulegar afleiðingar fyrir viðkomandi þjóðfélög. Danskir stjórnmálamenn, sem fyrir 30 árum síðan mæltu með auknum innflutningi útlendinga til Danmerkur og lögðu með því sitt lóð á vogaskálarnar til að skapa það ófremdarástand sem ríkir í landinu í þessum málum í dag, vilja nú ekkert kannast við það.
Mestu mistökin eru þó sennilega draumsýn yfirvalda, í hverju landi fyrir sig, að halda að vandamálin væru aðeins í fyrstu en myndu síðan minnka eftir því sem innflytjendur aðlöguðust. Reynsla nágrannaríkja okkar er því miður þveröfug. Á áratugareynslu sinni hafa flest vestræn ríki komist að því að vandamálin minnka ekki þegar lengra líður heldur færast í aukana, einfaldlega vegna þess að vilji innflytjenda til að aðlagast þeim þjóðfélögum sem fyrir hafa verið hefur verið svo að segja enginn. Sérstaklega hefur þetta reynst mikið vandamál s.l. 10 ár og fer stöðugt versnandi eftir því sem hin ýmsu þjóðarbrot verða stærri og vægi þeirra eykst og kröfurnar samfara því.
E.s. Ingólfur, hann Bouclier er ekki enn mér vitanlega búinn að svara greinarsvarinu mínu um Evrópusinnuðu landráðamennina, sagðist ætla að gera það eftir sumarfrí en það er komnar fleiri vikur síðan :o)<br><br>Með þjóðlegri kveðju,
Hjörtur
“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain