Já Eyþór Arnalds ætlar ekki að sitja í bæjarstjórn næsta árið eða þangað til að hann hefur fengið bílprófið aftur og þar með tekið út sína sekt.
Mér hefði ekki fundist það nógu gott ef hann hefði ætlað að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist og gert lítið úr málinu en staðreyndin er sú að eftir að málið kom upp tók hann rétt á málinu, viðurkenndi sekt sína, baðst afsökunar, dróg sig tafarlaust úr kosningabaráttunni og úr tilvonandi bæjarstjórn og fyrst hann gerði það þá finnst mér að við ættum að fyrirgefa honum.
a.t.h. munið að fyrirgefning er ekki að segja að eitthvað hafi verið réttlætanlegt eins og einhver virtist halda í annari umræðu sem ég tók þátt í varðandi þetta mál.