Sæl öll,
Þetta er ekki svar við grein Vinstriguy heldur smá viðbót við greinina mína hér að ofan um innflytjendamál.
Ég get nefnilega því miður ekki svarað fyrir greinina þar sem mér hefur verið gert ókleift að gera það af aðstandendum Huga.is og ennfremur bannað að fjalla frekar um “þjóðernismál” á Huga.is í bili. Virði ég þessa ákvörðun aðstandenda Huga.is fullkomlega þó ég geti engan veginn tekið undir með þeim. Hins vegar þótti mér skylt að láta lesendur Huga.is vita af þessu máli. Af þessum sökum mun ég því ekki rita mikið um þessi mál á næstunni og jafnvel ekkert en bendi áhugasömum á heimasíðu mína www.isbjorninn.cjb.net þar sem þessum málum verður áfram gerð góð skil.
Með þjóðlegri kveðju,
Hjörtur
P.s. Ef ég skyldi verða bannaður á Huga.is fyrir þessa tilkynningu mína eða önnur skrif mín á Huga.is (sem ég skil ekki hvers vegna ætti að gerast, hef meira álit á aðstandendum Huga.is en svo) þá bið ég að heilsa öllum þeim sem ég hef átt samskipti við hér undanfarna mánuði, hvort sem þeir hafa verið mér sammála eður ei, og þakka fyrir samræðurnar. Kveðja, Hjörtur<br><br>Með þjóðlegri kveðju,
Hjörtur
“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Sæl,
Varðandi staðhæfingu Króna (í augnablikinu þekktur sem Capitalist) um að “eina ástæðan fyrir kynþáttaóeirðum og hatri sé þröngsýnt fólk” þar sem hann á við mig þá er því að svara að það lýsir hvorki mikilli þekkingu á málaflokknum eða víðsýni að ætla að ein ástæða sé fyrir þeim vandamálum sem alla jafna fylgja innflytjendamálum. Það mætti því svara Króna á þá leið að EIN af ástæðunum fyrir kynþáttaóeirðum og hatri sé skammsýnt fólk eins og hann enda virðist hann ekki hafa hugsað málin lengra fram í tímann en ár, þ.e. ef hann hefur þá eitthvað hugsað um þau.<br><br>Með þjóðlegri kveðju,
Hjörtur
“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
0