Samtök nokkur voru stofnuð fyrir einhverjum vikum síðan og gefið nafnið Heimsþorp - Samtök gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Samtökum þessum mun vera ætlað að berjast gegn kynþáttafordómum og fordómum almennt á Íslandi skv. stefnuskrá þeirra. Þegar allt kemur til alls virðist þessi meinta almenna barátta samtakanna gegn kynþáttafordómu þó ekki vera eins almenn og ætla mætti af stefnuskránni. Stefna samtakanna er nefnilega, eftir því sem mér skilst, að berjast gegn fordómum Íslendinga en hins vegar vinna að hagsmunum útlendinga á Íslandi.

En hvað með fordóma útlendinga á Íslandi og hagsmuni Íslendinga? Mér vitanlega eru útlendingar á Íslandi ekkert meiri englar en við. Allir geta gerst sekir um fordóma og það er ekkert einskorðað við okkur Íslendinga. Það virðist þó vera skoðun fyrrgreindra samtaka. M.ö.o. samtökin fara í manngreinaálit og gera aðilum ekki jafnhátt undir höfði. Fordómar?

Ef samtökin ætla að standa undir nafni ættu þau að berjast gegn fordómum útlendinga á Íslandi jafnt sem Íslendinga. Að öðrum kosti ættu samtökin að endurnefnast Heimsþorp - Samtök gegn kynþáttafordómum Íslendinga.

Síðan er auðvitað alltaf spurningin hvað séu fordómar og hvað ekki?
<br><br>Kveðja,

Hjörtu
Með kveðju,