Það kemur mér svolítið á óvart hvað stjórnmálamenn fá í raun að sitja lengi og færa sig um stjórnarráð og stöður eftir því sem árin líða, erum við ekki komin í smá sona “dictator” stöðu ?

meina jú íslendingar kjósa þessa menn en hvað er málið ? er ekki svolítið útí bláinn með t.d Halldór Ásgrímsson sem er núverandi forsætisráðherra að hann hafi hagnast um örruglega tugi ef ekki hundruð milljóna á kvótakerfinu sem HANN sem og aðrir alþingis menn komu á ? lyktar ílla fyrir mér en hvað er hægt að gera ?

þessir menn hækkalaunin sín sjálfir og þegar þeir eru búnir að vera nógulengi í þing buisnessnum þá er komið sér fyrir í “milljónámánuðiseðlabankastjórastarfi”.

mér persónulega er farið að líða svolítið einsog íslendingar séu í raun bara að draga niðrum sig buxunar og beygja sig niður fyrir þessa menn… en hvað veit ég svo sem.