Ertu barn? Bara forvitinn.
ef það væri ekkert forsetaembætti þá væri sjálfstæðisflokkurinn einveldi á íslandi og gæti gert hvað sem honum dytti í hug.
fjölmiðlafrumvarpið hefði farið í gegn og ég veit ekki hvað fleirra !!!
Það var ekki einu sinni sátt um hvort að forsetinn hafði þessa heimild eða ekki. Þetta er EINA aðgerð forseta í sögu Íslands þar sem forsetinn beitir valdi. Annars er hann bara þjóðartákn til þess að hanga á Bessastöðum og bjóða þotuliðinu í kaffi. Meira vit væri að forsætisráðherra væri slíkt tákn á Bessastöðum ásamt völdunum, svipað eins og er hjá forseta Bandaríkjanna. Forseti Íslands hefur hæstu launin þrátt fyrir að vera valdaminnsta embættið. Með neitunarvaldið þá mætti setja í staðinn að viss prósenta af þjóðinni gæti fellt lög með undirskrift sinni. T.d. 10%. Hefðum örugglega náð slíkri söfnun fyrir fjölmiðlafrumvarpið, meira að segja öryrkjahneykslið og fleira sem forsetinn vildi ekki nota neitunarvaldið á.
og finnst þér eðlilegt að maður sem er í flokki sem fékk 17,7 % fylgi í kosningum 2003 skuli vera forsætisráðherra ?
Hvað var ég að segja áðan um að meta stöðuna en ekki þann sem er með hana að svo stöddu? Hugsa áður en þú skrifar.
En nei mér finnst það ekki eðlilegt en hlakka líka til því það gæti ýtt Framsóknarflokknum úr stjórn í næstu kosningum, enda kominn tími til.
og finnst þér að hann ætti að fá 5 milljónir ?
hann græðir alveg nóg á kvótakerfinu
Flestir forsætisráðherrar erlendir eru orðnir milljarðamæringar áður en þeir taka við embættinu. Viltu kannski að það sé skoðað bankabókina að hverju sinni til þess að reikna út laun? Aftur, það á að meta stöðuna eftir sömu formúlu sama hver er við völd að hverju sinni. Að ákveða laun eftir því hver situr í embættinu er ósanngjarnt auk þess að það er frekar ólýðræðislegt.