Ég ætla að svara þér með rökum Gunnars Thoroddsens úr Viðhorfi, tímariti um alþjóðamál.
“///Málsmeðferöin á Alþingi
28. marz var tillögunni útbýtt á Alþingi. Að kvöldi sama dags fóru fram umræður stjórnmálaflokkanna í útvarpi um málið. Næsta dag, 29. marz, var fyrri umræða. Var tillögunni að henni lokinni vísað til utanríkismálanefndar. Nefndin klofnaði í þrjá hluta. Meiri hlutinn mælti með samþykkt tillögunnar. Í honum voru Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Thoroddsen, Jóhann Hafstein og Ólafur Thors, sem var framsögumaður. Í öðrum minni hlutanum voru Hermann Jónasson og Páll Zóphóníasson, en í hinum minni hlutanum Einar Olgeirsson. Einar flutti tillögu um, að Alþingi fæli ríkisstjórninni að snúa sér til stjórna Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna og óska yfirlýsinga þeirra um, að þessi ríki virði að fullu friðhelgi Íslands í stríði sem friði, svo fremi það ljái engu ríki herstöðvar í landinu. þessi tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 10, og voru það aðeins þingmenn sósíalista, sem fylgdu henni. Jónas Jónsson frá Hriflu gerði þannig grein fyrir atkvæði sínu við nafnakall um tillöguna: ”Þar sem það er orðið ljóst, sem flutningsmanni var víst ekki
kunnugt, að Rússland gerði samninga við 5 þjóðir í vestri, en tók þær allar herskildi, tel ég það bera vott um vöntun á sögulegum skilningi að samþykkja þessa dagskrá og segi því nei“.
Einar Olgeirsson flutti einnig tillögu um þjóðaratkvæði.
Skúli Guðmundsson og Hermann Jónasson fluttu tillögu um nokkrar breytingar á texta tillögunnar og um þjóðaratkvæði.
Báðar þessar tillögur voru felldar. Hvers vegna var þessum tillögum um þjóðaratkvæði hafnað?
Í fyrsta lagi var það ljóst, að meiri hluti þjóðarinnar var fylgjandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Á Alþingi voru 37 þingmenn samþykkir, en 13 á móti. Við Sjálfstæðismenn höfðum kannað viðhorf manna eins og frekast var kostur, og komizt að raun um að það var nær alger samstaða meðal flokksmanna um þetta mál. þær fregnir, sem fulltrúar annarra stjórnmálaflokka, er studdu málið, höfðu, voru einnig á þá lund, að mikill meiri hluti manna væri fylgjandi aðildinni. Að þessu athuguðu var þjóðaratkvæðagreiða því óþörf til að skera úr um málið.
Í annan stað hefði framkvæmd þjóðaratkvæði frestað ákvörðun og orðið þess valdandi, að Íslendingar hefðu ekki, eins og frændþjóðir okkar, Norðmenn og Danir, gerzt stofnendur að Atlantshafsbandalaginu, heldur hefði það orðið að bíða seinni tíma, hvort við yrðum aðilar. þetta hefði veikt stöðu okkar, dregið upp ranga mynd af vilja Íslendinga í varnarmálum, gefið í skyn að hik væri á okkur og að við treystum okkur ekki, eins og hinar þjóðirnar, til að taka ákvörðun um aðild.
þessi ályktun um vilja meiri hluta þjóðarinnar, sem ég nefndi, var staðfest síðar á þessu sama ári. Í október 1949 fóru fram kosningar til Alþingis. Menn skyldu nú ætla, að hin harða andstaða gegn aðild að NATO hefði aukið fylgi sósíalistaflokksins, sem aðallega hélt uppi andstöðunni. Útkoman varð önnur. Sósíalistaflokkurinn fékk 19,5% atkvæða í kosningunum, en það var nákvæmlega sama hlutfallstala eins og hann hafði fengið við næstu kosningar áður, 1946. Og að því er þingmannatölu snerti, þá tapaði Sósíalistaflokkurinn einu þingsæti, fékk nú 9 þingmenn í stað 10 áður.
Við þessar alþingiskosningar, sem haldnar voru einu misseri eftir inngöngu í Atlantshafsbandalagið, fengu þeir flokkar þrír, sem studdu inngönguna, samtals rúm 80% atkvæða. þótt eitthvað megi draga frá, vegna þess að nokkrir menn í Framsóknar- og Alþýðuflokknum studdu ekki inngönguna, þá er samt ljóst að þeir þingflokkar, sem höfðu staðið að aðildinni, fengu yfirgnæfandi meiri hluta greiddra atkvæða. þetta var svar þjóðarinnar. Ásakanir í okkar garð um að við þyrðum ekki í þjóðaratkvæði af ótta við það, að meiri hluti þjóðarinnar væri andvígur aðild voru kveðnar niður gersamlega með dómi þjóðarinnar í alþingiskosningunum í október 1949.///”
(ath, ekki öll greinin)
<br><br>Kveðja, Lúsifer
—————————–
“If you would not confront
your neighbor and demand his
money at the point of a gun
to solve every new problem
that may appear in your life,
you should not allow the
government to do it for you.”
- William E. Simon
—————————–