En hvað með til dæmis 10 ára krakka? Getur hann ráðið þessu? Allgjörlega ómótaður? Þetta er nú meiri þvælan að segja að ég geti bara slökkt á sjónvarpinu, rifið allar blaðsíðurnar í fréttablöðunum, slökkt á útvarpinu þegar áfengisauglýsingar eru spilað. Og ekki fer að líða á löngu að 10 ára gamal krakki segir að maður eignist vini með Carlsberg.
Foreldrar bera ábyrgð á börnunum sínum, ekki stjórnvöld.
Núna ætlar þú bara að afnema skatt og hvaðan koma þá peningarnir til ríkinsins? Hvernig á að borga samgöngur og fleira?
Allt sem einkaaðilar sjá ekki markað fyrir á að leggja niður. Meðal annars samgöngur. Í dag er niðurgeitt stræisvagnaferðir á meðan 2/3 bensínskatts fer í gróða hjá ríkinu, algjört hneyksli! Hægt er að borga viss mánaðargjöld til einkaaðila sem sjá um það sem forsendur eru fyrir að reka, alveg eins og skattanna í dag. Námslán, sjúkratryggingar, aðgang að vegakerfinu…
Það eru ekki markaðslegar forsendur fyrir því að reisa 12 milljarða tónlistarhús á Íslandi. Þarna er verið að borga undir menningu sumra, alveg jáfn fasistalegt og t.d. að styrkja sinfóníuhljómsveitina. Af hverju fá rapp- eða rokkhljómsveitir ekki slíka styrki?
80 þúsund á hvern skattgreiðenda fyrir þetta hús, það er 160 þúsund á par!!! Er það þess virði fyrir það að kíkja nokkur skipti í þetta hús? Margir eiga aldrei eftir að nota það. Ríkið er án efa að fara verst með peninga, enda er borgað undir ýmis ónauðsynleg gæluverkefni.
Íslenskur landbúnaður = 26.000 krónur á ári á íbúa, samt sem áður er verð hér á landi hærra en í flestum öðrum löndum. Fella á niður slíka styrki og hafa viðskiptafrelsi án landamæra, enginn styrkur og lægra verð.
Ballettsýning = 2.400 krónur á gest.
Sinfóníutónleikar = 11.000 krónur á gest
Leiksýningar = 9.000 krónur á gest
Óperusýning = 28.800 króna á gest
Myndlistarsýning = 2.730 krónur á gest
Jarðgöng = 650 milljón krónur
Maður verður bara reiður að sjá svona tölur. Ekki á að halda uppi því sem einstaklingar eru ekki tilbúnir í að greiða fyrir sjálfir. Pottþétt á að leggja t.d. niður Byggðarstofnun, ef ekki er markaður til að stofna fyrirtæki úti á landi þá gengur það ekkert frekar upp með styrkjum frá ríkinu nema að fara í tap með blessun ríkisins.
Ef þú ert óánægður með þjónustu eða verð hjá einkaaðilum þá getur þú leitað annað, en þegar ríkið hefur einkarétt á starfsemi þá verður maður að þegja og láta taka sig í rassgatið. Frelsi einkaaðila og samkeppni þeirra á milli er æskilegast til þess að fá sem besta þjónustu á sem lægstu verði. Baugur er með 60% markað af því að íslendingar kjósa að versla svo mikið hjá þeim, ekki af því að þeim var gefið einræði. Eini aðilinn sem getur haft einræði og misnotað það er ríkisbeljan stóra.
Margir misskilja og halda að maður verði að borga meira af launum sínum ef ríkið sér ekki um vissa starfsemi. Ríkið fær peninga sína frá almenningi og því ganga slík rök ekki upp. Ef virðisaukaskattur fellur niður og við fáum 100% launa okkar þá er alveg hægt að borga reglulegar greiðslur til einkaaðila alveg eins og hefur verið neytt yfir fólk hingað til með sköttum. Kosturinn við frelsið er að einstaklingurinn getur sjálfur forgangsraðað eftir eigin þörf, ég hefði frekar kosið betri sjúkratryggingu eða lagt inn á sparireikning heldur en að styrkja menningu annarra um 80 þúsund krónur!
Hrói Höttur er þjófur jafnvel þó hann hafi góðan málstað. Að lögleiða þjófnað er ekkert skárri þjófnaður aðeins vegna þess að það stendur á svörtu og hvítu. Hvað með siðferði og almenna skynsemi? Einstaklingurinn á að geta ráðstafað 100% launa sinna enda skapaði hann þessi verðmæti og það er siðlaust að neyða hann til þess að láta hluta þeirra af hendi. Mín vegna mátt þú treysta ríkinu fyrir þessum peningum á meðan því er ekki neytt yfir mig, til að byrja með væri hægt að koma með ávísunarkerfi þar sem sumir kjósa að fá endurgreitt og fara til einkaaðila en aðrir að styrkja áfram ríkisbeljuna.
Frelsi einstaklingsins á að virða á meðan hann fer ekki yfir frelsi annarra. Ef ég vil reykja hass eða greiða einkaaðila sjúkratryggingu þá kemur það þér ekki við. Hver er sinn gæfusmiður, ekki á að neyða alla til að borga undir eigin hugsjónir og gæluverkefni.