ég var að lesa stefnuskrá FF ( framfarasinna ) og sá nokkra hluti:

“ Ríkisborgararéttur



Til að geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt þarf viðkomandi að hafa búið í landinu í 8 ár samfellt.



Þeir geta einungis sótt um ríkisborgararétt sem hafa hreina sakaskrá, sem geta framfleytt sér og fjölskyldu sinni og hafa á 8 ára búsetu í landinu orðið til þess að styrkja íslenskt þjóðfélag. Auk þess verða umsækjendur að hafa staðist munnlegt og skriflegt próf í íslensku, auk prófs í íslenskri sögu og menningu. ” Bíddu ertu að segja mér að þið viljið búa til Íslendinga úr öllum.. hvað verður það næsta mála fólk hvítt til að það verði nógu íslenskt?

annað :

“ Til að einstaklingi sé veitt atvinnu- og landvistarleyfi verður viðkomandi að vera með hreina sakaskrá og geta sýnt fram á að geta framfleytt sér og fjölskyldu sinni ” bíddu vill fólk ekki oft fá atvinnu- og landvistarleyfi TIL að framfleyta fjölskylduni?

annað :

“ Íslenskir ríkisborgarar verða að ganga fyrir um atvinnu á Íslandi. Annað hlýtur að vera til þess að grafa undan þýðingu og vægi íslensks ríkisborgararéttar. Atvinnurekendur sem skortir vinnuafl verða fyrst að hafa samband við innlendar vinnumiðlanir áður en þeir leita á Evrópska efnahagssvæðinu eða annað út fyrir landssteinana. ” Afhverju mega fyrirtækinn ekki sjálf ákveða hvern þau vilja fá í vinnu og hvar þau fá þetta fólk.. ?
??

“There is only one basic human right,
the right to do as you damn well please.
And with it comes the only basic human duty,
the duty to take the consequences.”
-P.J. O'Rourke