Auknar líkur á lokun herstöðvar í Keflavík
Það var og. Er ekki kominn tími til að stjórnvöld hér átti sig á því að BNA vill fara með herinn annað og fari að gera eitthvað í því þeirri stöðu sem þá blasir við?
Þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á þessu sauðatali íslenskra ráðamanna, enda hefur varnarþörf íslendinga ekki einu sinni verið skilgreind.
En í stað þess að hafa stjórnvöld og sendinefndir þeirra verið í kostnaðarsömum skrípaleik og hegðað sér eins og hundur sem veltir sér um fætur eiganda síns í von um bein.
Halldór og Davíð hafa í besta falli orðið sér til athlægis þar westra.
Til hvers eiga bandarískir skattborgarar annars að halda úti félagsþjónustu á Íslandi?
Nógu miklir eru fjárhagsörðugleikar Bandar. ríkisins þótt ekki þurfi þeir að halda úti atvinnubótavinnu hér á landi, fyrir ríkt land sem tímir ekki að reka sinn eigin millilandaflugvöll.
Atvinnumál Suðurnesja eru ekki utanríkismál Íslendinga og verða ekki leyst í tilheyrandi ráðnuneyti. Þetta er líka afar neyðarleg staða, því Ísland stefnir í öryggisráðið og hvernig munu aðrar þjóðir taka því að hér er utanríkisstefnan framseld ráðamönnum í Washington til að halda herstöðinni?