Í raun er mér sama. Ekki á að refsa 18 ára fólki fyrir það að möguleiki er að unglingar fái frekar aðgengi.
18 ára einstaklingur á að bera ábyrgð á hegðun sinni og eigin líkama. Óháð því hvað sé æskilegast. Það er bara fáránlegt að þú getir fengið að keyra ökutæki 17 ára en ekki keypt bjór fyrr en þú ert 20 ára.
90% krakka sem ánetjast fíkniefnum nota áfengi fyrst um sinn. Og með því að hraða þessu ferli þá stefnum við til glötunar.
Eru 18 ára fólk eitthvað frekar að hanga með unglingum en 20 ára? Þeir sem enda í fíkniefnum vegna áfengisneyslu eru nú oftast mjög ungir einstaklingar, svona 11-15 ára. Held að það sé mjög sjaldgæft að einstaklingar í framhaldsskóla séu að enda í fíkniefnaneyslu vegna áfengis.
Og bara vá hvað þú ert með þröngan hugsunarhátt þegar kemur að þessu. Hvort kom fyrst hænan eða eggið? Af hverju eru sumir unglingar að byrja að drekka hverja einustu helgi 12 ára, sem endar svo í dópi? Þetta er visst mynstur sem þú breytir ekki með því að færa til áfengisaldurinn. Þetta er þróun á sjálfseyðileggingu sem verður óháð því hvernig lögin eru. Svo má ekki gleyma því að margir lenda á slysadeild eftir að hafa drukkið landa. Er ekki skárra að kenna unglingum að drekka bjór en að þeir séu að drekka dry úr landaflösku úti í kuldanum?
Ef að 18 ára einstaklingur er ekki nógu gamlir til þess að geta keypt sér bjór þá ætti sjálfræðisaldurinn ekki heldur að vera 18 ára.