“Er Morgunblaðið/rúv málgögn Sjálfstæðisflokksins/ríkissttjórnarinnar?”
Ég hélt að það færi nú ekkert á milli mála.
Það hefur alltaf verið venjan að fjölmiðlar séu málpípur stjórnmálaflokka.
Ég er tíður hlustandi á sendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar eða þætti um fornsagnfræði.
Myndi ég njóta þess efnis ef að fyrirtæki tæki yfir RÚV með það í huga að græða pening? Nei, ég held ekki.
Annað ágætis dæmi fyrir notagildi RÚV er sú staðreynd að hún næst hvar sem er á landinu.
Það er þess vegna sem ein reglan í viðbrögðum við jarðskjálftum eða annars konar náttúruhamförum er sú að kveikja á útvarpinu, þar sem RÚV er nær strax komin með neyðarútsendingar í loftið.
RÚV er til vegna þess að RÚV er praktískt.
Þannig að þér finnst í lagi að aðrir borgi undir eitthvað handa þér sem ekki er markaður fyrir?Hiklaust.
Þetta er sjálfselska en ekki rök fyrir mikilvægi ríkisfjölmiðils.Sjálfselska, já. En þetta er sjálfselska sem ég deili með þúsundum annarra hlustanda, sem leggja grunn að þörf þeirrar hliðar miðilsins. Á meðan það eru hlustendur, þá er þörf.
Breytist það ef það verður selt stöðina? Annars þá er aðgangur að sjónvarpi ekki mannréttindi sem stjórnvöld eiga að flytja. Sá sem er óánægður með að ekkert sjónvarp sé aðgengilegt í sveitinni sinni getur bara flutt burt eða stofnað slíka sjálfur. Eða bara sætt sig við það að maður fær ekki allt sem maður vill upp í hendurnar.Ég var að tala um neyðarútvarpssendinguna. Þeim myndi aldrei detta í hug að hætta allt í einu einni af endursýningum sínum frá síðustu Ólympíuleikunum eða leik helgarinnar í handbolta kvenna.
Það er munur á því að hafa eina útvarpsrás sem öryggi og að reka marghliða fjölmiðlakerfi.Þeir mega leggja niður Ríkisjónvarpið fyrir mér.
Já það er alltaf praktískt að neyða aðra til að borga undir eigin gæluverkefni. Þýðir ekki að það sé sanngjarnt.