Þér hefur ekki dottið í hug að fara á gallup.is? :)
Ég fann þetta þar:
Þjóðarpúls í júní
Litlar breytingar á fylgi
Fylgi stjórnmálaflokkanna breytist þannig að stjórnarflokkarnir auka við sig fylgi en stuðningur við stjórnarandstöðuflokkanna dalar eilítið.
Sjálfstæðisflokkur hefur nú fylgi 43% kjósenda og Framsóknarflokkurinn hefur 15% fylgi og hefur fylgi þeirra þessara flokka ekki mælst hærra síðan í nóvember á síðasta ári. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst sem því nemur, nú styðja tæplega 60% hana. Samfylkingin hefur stuðning hjá 19% kosningabærra manna og Vinstrihreyfingin-Grænt framboð mælist með 22% fylgi.
Sjálfstæðisflokkur hefur meiri stuðning meðal karla en kvenna og Samfylking og Vinstri-Grænir njóta frekar stuðnings hjá konum en körlum. Fylgi Sjálfstæðisflokks er mest í yngsta aldurshópnum en þangað sækja Vinstri-Grænir og Samfylkingin síst fylgi sitt. Framsóknarflokkurinn sækir fylgi sitt jafnar til allra aldurshópa. Rúmlega 17% voru ekki viss um hvað þau myndu kjósa eða neituðu að svara og næstum 7% sögðust myndu skila auðu eða kjósa ekki, færu kosningar fram nú.