Viltu að einstaklingarnir eigi að stjórna sjálfum sér en það má ekki að fara út í öfgar??? Á frekar einhver annar að stjórna þér. Alltaf jafn fyndið þegar sósíalistar og kommúnistar eru að tala um að það sé frelsi í stefnunum sínum……Einstaklingurinn á að vera frjáls en samt ekki. Þetta er eins og að hafa hund í bandi en samt er hann frjáls. Algjör þversögn þessi setning hjá þér.
Einnig á að gera betra velferðarkerfi en það er nú. Ætlastu þá til að ríkið komi með meiri útgjöld og meiri skatta? Frekar að koma á meiri einkarekstri og þá mun þetta “velferðarkerfi” batna mun meira.
Stéttalaust samfélag er heldur ekki mögulegt, það hefur alltaf verið ójöfnuður og það mun alltaf vera ójöfnuður og því er stétta skipt samfélag fullkomnlega eðlilegt. Menn er einfaldlega of gráðugir og vilja alltaf komast lengra og vera betri en náunginn við hliðina á manni. Menn vilja ekkert vera jafnir, það er bara gegn náttúrulögmálinu. Þetta var kannski aðeins lengra en ég bjóst við :P