Sjá meðfylgjandi frétt úr Morgunblaðinu.
Ég verð að segja að mér hreinlega blöskrar órökstuddar fullyrðingar Landbúnaðarráðherra í þessum efnum. Staðreyndin er sú að Argentína er ekki minna “hreinni” en önnur innflutningslönd okkar af kjöti. Stóri munurinn er hinsvegar verðlagning kjötsins. Ráðherra er með haftastefnu í verki og ber fyrir sig rökleysu. Dýralæknar hér geta mælt með kjötinu. Á að láta vaða svona yfir neytendur án fordæmingar?
“Innlent | Morgunblaðið | 15.8.2005 | 05:30
Bann við innflutningi frá Argentínu stendur
„Þetta mál er afgreitt af minni hálfu,„ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, um bann við innflutningi á kjöti frá Argentínu vegna hættu á gin- og klaufaveiki.
Kjötframleiðendur ehf., hafa óskað eftir að flytja inn nautakjöt frá Argentínu. Samkvæmt lögum er það landbúnaðarráðherra að ákveða hvort flytja megi inn ákveðnar vörur að fengnum meðmælum yfirdýralæknis. Í þessu tilfelli veitti yfirdýralæknir jákvæða umsögn á þeim grundvelli að gin- og klaufaveiki hafi ekki greinst í Argentínu í tvö ár og að umrætt kjöt komi frá svæði þar sem hefur verið laust við gin- og klaufaveiki.”