Já, það þykir mér fátt greinilegra en að þú hefur ekkert nema bókvit annarrar hliðar málsins til að rökstyðja málefni þitt.´
Látum leikinn hefjast.
“Ég meina HALLÓ!”
Blessaður.
“Hafið þið eitthvað kynnt ykkur afleiðingar þess að lögleiða hass í Hollandi? Glæpatíðni jókst gífurlega, ofbeldisverkum, innbrotum, fjölgaði & vændi jókst. Þetta er engin lausn. Það er vísindalega sannað að hass er vanabindandi.”
Þetta er alls kostar rangt, þú finnur hvergi í hinum vestræna heimi borg af stærð Amsterdam með jafn lágt hlæpahlutfall. Þegar þeir settu af stað prógram sem lögleiddi heróín gegn lyfseðli, féll glæpatíðni borgarinnar um 80%.
Kannabis er ekki það vinabindani. Einnig er hass ekki það dýrt að það þurfi innbrot til að maður sjái fyrir neyslu sinni. Ég bendi á slóð mína í annan póst sem ég var að ljúka við að skrifa, sem ég set við lok þessa svars sem ég er að skrifa núna.
Kannabis er vanabindandi já, eins og fullkomlega lögleg efni á borð við áfengi, koffín og svenlyf. Kannabis hefur sýnt sig til að vera minna vanabindandi heldur en bæði áfengi og koffín.
“Fíklar verða áfram til staðar og þeir þurfa að fá sitt efni sama hvaða leið er farin til að redda sér $. Þá skiptir litlu máli hvort þeir kaupa efnið sitt af ríkinu eða af díler.
Áhættan er sú að hass verður aðgengilegra fyrir hinn meðal Jón.
Sama gildir um börn og unglinga. Auðveldara verður að redda sér.
Ef að það skyldi virka þannig að hass verði bara minna spennandi og allir missi bara áhugann á reykja hass ef að það er lögleitt (sem að ég persónulega reyndar stórefa), hvað með öll hin efnin. Þau verða áfram seld í undirheimunum. Erum við þá ekki bara að stytta þeim leiðina í hin svokölluðu hörðu efni?”
Rólegur, félagi. :) HERÓÍN-fíklar *verða* að redda sér efninu, og grípa því oft til afbrota… en kannabis? Mér þykir ekki spegla jafn vel hversu nákvæmlega ekki neitt þú veist um kannabismenninguna með því að fullyrða svona hluti um kannabis.
Og það skiptir að sjálfsögðu máli hvort þú kaupir af ríkinu eða díler. Díler reynir í fyrsta lagi að fá eins hátt verð og hann getur til þess að græða. Ríkið hækkar verðið hugsanlega í skynsamlegum mæli til að koma í veg fyrir ofneyslu almennings, en auðvitað pælir ríkið í því hvort þú þurfir að ræna eða drepa einhvern til að fá gumsið… hlutir sem dílerinn þinn mun aldrei hugsa sig tvisvar um.
Hass verður aðgengilegra fyrir meðaljóninn, já… það er nákvæmlega hugmyndin. :) Með þessu hættir það að vera spennandi og þá ferðu ekki að reykja eins mikið og þú getur þegar þú kemst í efnið. Börn og unglingar… jú, auðvitað verður það auðveldara fyrir börn og unglinga að redda sér efninu, en ég veit ekki um neinn ungling sem gæti ekki léttilega reddað sér hassi í dag hvort sem er.
Nei, hin efnin valda yfirleitt verulegri fíkn, verulegum geðhvörfum, eru mjög dýr og drepa fólk. Það er ekki þekkt eitt einasta dæmi þess að kannabis hafi dregið mann til dauða. Ekki eitt einasta, og efnið hefur verið notað um gjörvalla plánetuna í mörgþúsund ár. Elstu heimildir held ég að fari alla leið 3.000 ár fyrir Krist, í Kína, þar sem kannabis var notað sem lyf.
Og það hlýtur að vera fávitaskapur að fullyrða að með lögleiðingu værirðu að stytta leiðina í hörðu efnin. Þú hlýtur að sjá sem hugsandi maður að þeir sem hafa ólöglega aðgang að kannabis, hafa aðgang að sterkari efnum, og eru þ.a.l. líklegri til að nýta sér þjónustu dílera við að sækja í hörð efni.
“Hass sest á fituvefi í heilanum og er mjög lengi að fara úr líkamanum, fyrir mann sem reykir 1x á mán. í ár eða daglega í 3 mán. tekur það líkamann cirka 9 mánuði að hreinsast.
Einhver skrifaði að eftir 2 jónur færi maður svaka ferskur í vinnuna og ynni eins og vitlaus allan daginn.
Hass veldur þunglyndi og paranoju. Þeir sem nota hass eiga mjög oft erfitt að vera innan um margmenni og hafa ekki verið taldir duglegustu mennirnir á markaðnum. Skammtímaminnið er afskaplega takmarkað og einbeitingaskortur fylgir þessari neyslu.
Hasshaus er kannski rólegri en fyllibytta á meðan vímu stendur en það er ekki hægt að kalla hann rólyndismann þegar honum vantar efnið sitt.”
Þetta er ekki alveg tæknilega rétt hjá þér. Hass sem slíkt fer aldrei lengra en nokkra sentimetra fyrir framan munninn á þér. Virka efnið í kannabis, sem heitir Tetrahedracannabinol, sest í fituvefi heilans. Það eru ýkjur að það sitji þar í 9 mánuði, þó það geti ábyggilega gerst í öpum. Fyrir utan það, er það mjög lélegur mælikvarði á það hversu lengi efnið hefur áhrif á þig, hversu lengi það situr í hausnum á þér í fituvefjum. Ég væri væntanlega ekki að fræða þig með því að segja þér að við notum taugafrumur til að hugsa, ekki fituvefi.
Þeir sem reykja STJARNFRÆÐILEGT magn af hassi, eiga já, erfitt með að vera innan um margmenni, en þá erum við líka að tala um fáránlega neyslu. Neyslu sem tíðkast ekki í löndum þar sem þetta er löglegt. Hass veldur ekki þunglyndi og paranoju nema hún sé til staðar fyrir, og þá þarf, again, verulega neyslu til að pumpa hana upp eitthvað að ráði.
Letiáhrif af kannabisneyslu hefur ekki verið hægt að sýna fram á þegar þú ert kominn yfir kynþroska-aldurinn.
Skammtímatimmið verður ekki “afskaplega takmarkað” nema einmitt, aftur, með talsverðri, reglulegri neyslu.
Hasshausar eru hvað rólegasta fólkið sem þú finnur, bæði á meðan vímunni stendur, sem og eftirá. Hassvíma er öðruvísi en áfengisvíma, en ég myndi segja af gefinni reynslu að áfengisvíma sé “sterkari”, þ.e.a.s., mun líklegri til að sækja að sér andlega fíkn. Það er þá þegar víman verður þungamiðja… veistu, ég útskýrði þetta allt í tenglinum neðst í þessum pósti. Renndu yfir það.
“Í langflestum tilfellum er hass undanfari annarra efna.
Þunglyndi veldur framkvæmdar- og áhugaleysi. Til þess að ná sér aftur upp og koma sér af stað þarf svo örvandi efni.
Hvað þá, eigum við þá líka að lögleiða amfetamín og kókaín?”
Í langflestum tilfellum? Enn og aftur baðarðu fáfræði þína, og sýnir lítið annað en hversu innilega ekki neitt þú veist um kannabismenninguna. Fólk sem er í hörðu dópi hefur að sjálfsögðu prófað kannabis. Það segir sig sjálft, þar sem kannabis er langneðst í fæðukeðju vímuefnanna. Þetta er eins og fyrir nokkrum árum þegar auglýst var að “99% fíkniefnaneytenda byrjuðu á áfengi”. Þarna þótti mönnum vera búið að sanna fram á skaðsemi áfengis. Eins og Davíð Þór sagði, þetta er mjög athyglisverð tölfræði og gaman væri að hitta þetta heila prósent sem er í harðri neyslu en hefur aldrei bragðað áfengi. Þetta er það sama og að segja, að vegna þess að flestir deyja sofandi í rúmi, að þ.a.l. sé það hið hættulegasta sem þú gerir, að sofa í rúmi.
Við eigum auðvitað ekkert að löglega amfetamín og kókaín vegna þess að þá erum við að tala um efni sem vekja verulega upp árásarhneigð og kókaín pumpar upp flest þekkt geðhvörf verulega. Kókaínvíma er mjög sterk og verulega vanabindandi andlega þó að líkamleg fíkn sé ekki nánast jafn sterk og sú andlega. Einnig deyr fólk úr ofneyslu af kókaíni og amfetamíni, ólíkt sögunni um kannabis. Þúsundir deyja árlega úr áfengiseitrun og kvillum tengdum áfengisneyslu, en þú myndir líklega öðlast heimsfrægð á meðal vísindamanna ef þú gætir tengt eitt einasta dauðsfall í heiminum við ofneyslu á kannabis.
“Eigum við í alvöru að horfa framhjá staðreyndum, gefast upp og lögleiða hass í nafni frelsishyggju?
Hvar endar þetta þá?”
Nei. :) Engan veginn. Við eigum alls ekki að horfa framhjá staðreyndum. Við skulum ekki gefast upp, við skulum halda áfram að kynna okkur málin eftir bestu vitund og reyna að draga ályktun út frá vísindalegum grunni og raunverulegri reynslu, ekki úr einhverri stereótýpu sem þú hefur séð nokkuð oft í grínmyndum. Ég er algerlega á móti öfgakenndri frelsishyggju og þoli ekki þegar menn vilja lögleiða hass bara vegna þess að þeim finnst það réttur þeirra að skaða sig. Ég vil meina að efnið sé ekki nógu skaðlegt til að forsenda sé fyrir því að banna það, á meðan efni eins og koffín og áfengi eru leyfð. Enn fremur fer ég ekki ofan af því að bann hvetur fólk til að neyta kannabiss í óhófi, svo það verður svona… sljótt og eitthvað, eins og raunin er á Íslandi. Enda er allt bannað hérna.
Hvar endar þetta, spyrðu. Ég veit það ekki. Mjög ólíklega með lögleiðingu kannabiss á Íslandi. Íslendingar eru alltof fjári tregir. ;)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is