Ég varð ekkert smá hissa fyrir nokkrum mánuðum þegar ég rakst á grein í The Economist þar sem flötum skatti (nefskatti eiginlega) er hyllt. Þeir segja að lönd eins og Rússland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og fleiri eigi mikið af auknum tekjum ríkisins, flötum skatti að þakka því það auðveldar skattkerfið og leiðir yfirleitt til lægri skatta sem leiðir til þess að fólk telur frekar tekjur sínar til skatts.
Ég er ekki enn alveg sannfærður því það er ekki tekið tillit til mannlega þáttarins. Þeir staðhæfa að skattkerfið sé ein af ástæðum þess að fólk vinni ekki meira því það fær ekkert meira út úr því að vinna yfirvinnu eða vera framleiðslumeira því skattarnir taka gróðann af því. Þessu er ég ekki sammála því það er orðin stærri og stærri krafa að hafa tíma til að verja með fjölskyldunni sinni og sínum áhugamálum fyrir utan vinnuna (sérstaklega hérna í Evrópu), held að það hafi meiri áhrif.