Ef allar ákvarðanir væru teknar með því að hver og einn rétti upp hönd og meirihlutinn réði (beinna lýðræði er óhugsandi), væri samt ekki hægt að tryggja að meirihluti manna lenti ekki í minnihluta í meirihluta mála; m.ö.o. getur minnihluti manna fengið sínu fram þrátt fyrir allt. Lýðræði með alla sína kosti hefur líka galla. Sá galli er bara byggður inn í hugtakið.
Ef menn hafa áhuga á að vita meira um kosningafræði og þetta vandamál, sem nefnist Þverstæða Condorcets, bendi ég á ritgerðina “Á meirihlutinn að ráða?” eftir Þorstein Gylfason, sem er að finna í bók hans Tilraun um heiminn.
___________________________________