Sko… ég ætla ekki alveg að fullyrða það, en mér sýnist sem svo að þú þekkir ekki kannabisheiminn ýkja vel.
Svo vill til að það er mjög auðvelt að rækta kannabis á Íslandi. Það er merkilega mikill hópur í Reykjavík sem ræktar þetta í kjallaranum sínum, til dæmis. Það er ekki mjög mikið um þetta, einmitt vegna þess að það er af einhverjum fáránlegum ástæðum litið á kannabis eins og hvert annað hardcore dóp, svosem LSD og amfetamín.
Note: Það *síðasta* sem þú vilt gera freðinn er að vinna.
Það þarf enga alheimslögreglu til þess að lögleiða kannabis á Íslandi. Ólíkt því sem flestir Íslendingar virðast einmitt halda, er Ísland hluti af alheiminum, ekki öfugt.
Það er rétt hjá þér að Alþingi mun aldrei lögleiða kannabis fyrr en áfengi verður komið í búðir og aldurinn kominn niður í 18. Það mun heldur ekki gerast fyrr en kannabisneysla Íslendinga er orðin veruleg, og er þá orðin vandamál. Jafnvel til þess að það komi til lögleiðingu þá, þurfa að vera menn sitjandi í Ríkisstjórn sem hafa hundsvit á vímuefnum og afbrotasálfræði. Það mun aldrei gerast á Íslandi, skal ég fullyrða. Þess vegna er raunin sú að enginn virðist lögin á Íslandi, vegna þess að þau virðast rituð af fólki sem hefur enga reynslu af glæpum eða tilhneigingu glæpamanna, eða tilhneigingu heiðarlegs fólks til glæpa.
Þú ert að svara pósti sem ég er mjög sammála, nema að því leyti að ég vil ekki lögleiða kannabis bara vegna þess að ég vil algert frelsi. Það vill svo til að ég er mjög mótfallinn þessari rísandi frelsisdýrkun. Ég vil lögleiða þetta vegna þess að óhófsneysla kannabiss er fyrst og fremst afleiðing bannsins, og ef þetta er löglegt, myndast mjög fljótlega sameiginlegur skilningur á því hvað er of mikið.
Bjór er ekki betri en jóna. Bjór er *ódýrari* en jóna.
Þú vinnur ekki eins og vitleysingur við að reykja kannabis. Ef þú ert unglingur er líklegra að þú verður latari (sem er ástæðan fyrir því að ég er hlynntur aldurstakmörkunum og leyfisskilyrða á kaup og sölu efnisins þó ég sé hlynntur lögleiðingu þess), og er þetta talin ein meginástæða þess að unglingar sem byrja að reykja kannabis falla oft í einkunnum. Ekki vegna þess að þeir verða sljóir, minnislausir og heimskir, heldur vegna þess að þeir verða latir og þeir nenna ekki að læra. Þessi hegðunarbreyting þekkist ekki í fólki sem hefur náð fullum kynþroska. Ekkert hefur bent til þess að hið fræga minnistap sé varanlegt, en reyndar er það einmitt það eina sem gerir kannabis á hættulegt. Það er einmitt nýminnisskerðing. En eins og ég segi, ekkert bendir til þess að hún sé varanleg, og kannabis skemmir ekki taugar eða boðefnaframleiðslur eins og t.d. áfengi. Þetta minnistap virkar heldur ekki þannig að þú manst ekki neitt sem gerðist í fyrra, heldur skaddast helst hið svokallaða nýminni, sem er eiginlega hugtak utan um tengsl skammtímaminnis og langtímaminnis. Skammtímaminnið styttist, og því áttu erfiðara með að melta hlutina inn í langtímaminnið, og því áttu erfiðara með að læra. Þetta er semsagt á meðan þú ert í vímunni, eðlilega (enda enginn að fara í vímu til þess að gera gáfulega hluti), en efnið situr í líkamanum í 6-12 vikur eftir neyslu (fer eftir skammtinum) og því eru kenningar um að virknin sé til staðar á þessum tíma. Mín persónulega reynsla er að virknin er algerlega farin eftir rétt tæpa viku, og hún sé ekki til ama nema í 1-2 daga eftir neyslu, þó maður finni fyrir henni í þessa viku. Þá meina ég minnistapið, ekki víman sjálf.
Það sem einnig styður á móti þessari kenningu að víman (og/eða minnistapið) sé virk þó maður taki ekki eftir því í þessar 6-12 vikur, er að maður getur fengið “kannabis flashback”. Gæsalappirnar eru þarna vegna þess að strangt til tekið er þetta ekki flashback, heldur uppnefni á ferlinu. THC (Tetrahydrocannabinol, virka efnið í kannabisjurtinni), sest að í líkamanum. Síðan kemur það fyrir að það losnar um efnið og maður fer í raunverulega vímu í nokkrar sekúndur. Þetta er tiltölulega sjaldgæft en líklegt er þó að reyndir kannabisneytendur kannist við fyrirbrigðið. Þetta semsagt styður gegn því að efnið sé að hafa áhrif á mann í allan þennan tíma.
Það sem *er* hættan við kannabis, er of hörð neysla. Það er bara nákvæmlega sama sagan og með áfengið. Á meðan þetta er ólöglegt, vill fólk neyta meira af þessu þegar það kemst í það á annað borð. Þá er þetta orðið svoddan ritual að fá sér að reykja.
Svo notlega… COME ON! Hver er að kaupa þá fáránlegu hugmynd að kannabis-bannið sé að hindra fólk í að fá sér? Ef eitthvað er, býr þetta til vantraust gagnvart þeim sem eru svona á móti þessu, og ýta manni út í harðari efni, vegna þess að maður telur að það sé jafn mikið bull að LSD sé skaðlegt, eins og að kannabis sé skaðlegt.
Úff.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is