Ég vil vel, að sjálfsögðu. Sem og þú.
Í fyrsta lagi er það mjög barnalegt að ákveða fyrirfram að skattahækkun sé slæm út frá því að vinstrimenn vilji gjarnan hækka skatta. Reyndar vill Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, lækka skattana núna. Enda tímabært, og er ég sammála honum. Ég hefði hinsvegar viljað hækka skattana *í góðærin*.
Og já, hærri skattar geta þýtt minni hagvöxtur, en það er nokkuð dæmigert fyrir of hægrisinnaða menn að ætla sem svo að þú getir fengið endalausan hagvöxt án þess að kunna þér hóf. Stundum er ráðlegast að taka til ráðstafana sem gera það að verkum að hagvöxtur og jafnvel kaupmáttur minnki um stundarsakir. Það er betra þegar til lengri tíma er litið. Að líta til lengri tíma er einmitt ekki eitthvað sem hægt er að hrósa Sjálfstæðismönnum fyrir að hafa gert í gegnum tíðina.
Ég hefði viljað hækka vextina líka. Þú þarft ekkert að sannfæra mig um það. Það er nákvæmlega sama pælingin. Hvetja til sparnaðar, og jú… fínt tól í það og álíka gagnlegt og að hækka skatta. Munurinn er hinsvegar sá að á meðan þú ferð verr með þá sem skulda, ferðu betur með þá sem eiga peninga inni í bönkum. Þetta er auðvitað atriði sem hægrimönnum hættir hræðilega til að gleyma, enda er sjaldgæft að mikil samúð sé fyrir þeim sem einfaldlega kunna ekki að fara með peninga.
Um þessar mundir er ég hlynntur skattalækkun. Í góðærinu hefði það talist skynsöm hagfræði (vinstrisinnuð eða hægrisinnuð) að hækka skatta, bæði til að ríkið geti safnað saman peningum til að hafa meiri stjórn á hagkerfinu þegar niðursveiflan kæmi, sem og að hvetja til sparnaðar á meðal allra, í hlutfalli við þær launahækkanir og verðhækkanir sem urðu sökum þessa blessaða góðæris.
Þetta blessaða góðæri er búið að heilaþvo landann af hægrisinnunni að menn, sérstaklega ungir menn, eru að gleyma að millivegurinn er yfirleitt skynsamasti kosturinn. Upphrópanir eins og “látum ekki vinstrisinnaðar hugmyndir eins og að hækka skatta láta ná tökum á okkur”. Það er enginn að tala um að skattahækkanir fari upp úr öllu valdi. Það er enginn að tala um að láta “vinstrisinnaðar hugmyndir ná tökum á okkur” með því að beita einfaldri, viðurkenndri og mjög rökréttri hagfræði.
Og ég myndi láta í friði einhverja gelgju eins og “ég veit þú vilt vel” (well, duh), “en þetta er röng hugmynd hjá þér”. Þetta er bara ekkert mín hugmynd. :) Þetta er mjög gömul og viðurkennd hagfræði sem ég er hlynntur.
Að vilja ekki hækka skatta eingöngu vegna þess að sú stefna ber “rangt merki” á hendinni, finnst mér með eindæmum barnalegt, en jafnframt dæmigert fyrir þessa annars ágætu þjóð.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is