Ég vil vekja athygli ykkar á þessu: http://politik.is/herferd/3farar/
Þetta er blogg og vefsíðuherferð til að pressa á Bjarna Ben að hleypa frumvarpi Ágústs Ólafs Ágústssonar, um að fella niður fyrningu í kynferðisafbrotum gegn börnum, úr allsherjarnefnd og leyfa alþingi að fjalla um málið á lýðræðislegan hátt og taka afstöðu til þess.
Nú hafa allar leiðir verið reyndar, allar ungliðahreyfingar stjórnmalaflokka á höfuðborgarsvæðinu tóku sig til og ályktuðu um málið: http://politik.is/?id=1183, við héldum sameiginlegan fund um málið (http://politik.is/?id=1181) og hvöttu alla miðla að fjalla sérstaklega um málefnið, ungliðar úr öllum flokkur hafa verið að skrifa greinar (t.d. http://politik.is/?id=1189 og http://heimdallur.is/)um málið og birt á hinum ýmsu miðlum.
En ekkert virðist duga til, svo við höfum ákveðið að fara að stað með þessa herferð, vonandi vekur húmorinn meiri eftirtekt en hitt :)
Ég hvet því alla sem eru með blogg eða vefsíðu til að setja svona herferð inn á sína síðu, og hina til að senda þennan link á allan póstlistann sinn :)
Stöndum saman og vekjum athygli á þessu góða máli :)
E.S. Bendi einnig á frábæra grein Guðrúnar Jónsdóttur félagsráðgjafa hjá stígamótum í fréttablaðinu á bls. 19 í gær, mánudaginn 2. maí.