Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki á nokkurn hátt gert upp sín mál gagnvart Olíusamráðinu.
Þvert á móti virðast stjórnendur flokksins ekki hafa nægjanlegt siðferðisþrek til að taka á málum.
Sé litið til þess að Þórólfur Árnason hafi sagt af sér, er það algjörlega óviðunandi að stjórnarflokkarnir séu að hylma yfir með glæpamönnum.
Nú ber svo við að Mannréttindastofnun á Íslandi hefur gert alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð stjórnenda flokksins.
Ekki er verið að hafa fyrir því að taka til í sínum ranni, heldur ráðist á móti og skorið niður fjármagn til viðkomandi Mannréttindastofnunar.
Þetta segir mér og raunar flestum landsmönnum það að viðkomandi aðilar hefðu átt að detta út af hinu pólitíska bjargi, um leið og ný öld gekk í garð.
Slík vinnubrögð viðhafa einungis aðilar sem hafa ekki bara gjörsamlega gleymt eigin markmiðum, heldur vinna leynt og ljóst bæði gegn lögum eigin flokks svo og gegn landslögum nánast dag hvern.
Sukkmálin hafa hrannast upp hvert af öðru.
Á meðan á þessu hefur staðið hefur Hannes Hólmsteinn haldið því fram að hér sé spilling í næstneðsta sæti í Evrópu.
Allir vita hins vegar hvernig þetta liggur.
Svo virðist vera að ekki bara siðleysi sé orðið algjört í flokknum heldur siðblinda af þeirri tegund að tími er kominn á það að flokkurinn fari hreinlega allur á gjörgæsludeild.
Það er hreinlega ekki að marka orð af því sem sagt er.
Enginn segir af sér óháð sukkinu og siðleysinu.
Alþingi hefur gjörsamlega sett niður og fólk almennt telur að réttarkerfið sé komið að fótum fram.
Einstaka aðili í stjórnarflokkunum þorir að standa á eigin skoðunum þrátt fyrir ofsóknir eigin flokksmanna.
Þegar svo er komið að Stjórnarflokkunum er á engan hátt treystandi fyrir einu eða neinu er rétt að stilla upp á nýtt og fá nýtt fólk að kjötkötlunum.
Meira að segja Framsókn er að opna bókhald sitt.
Hins vegar þegja Sjálfstæðismenn þunnu hljóði.
Gjör rétt þol ei órétt er algjört öfugmæli