Þér finnst það, já.
ókei.
Núna er það að verða stærra og stærra vandamál með hverjum mánuðinum hversu lítið af fólki er reiðubúið til að búa úti á landi, meðal annars vegna þess hve samgöngur eru viðurstyggilegar. Með fækkunum fluga á milli staða verður þetta vandamál auðvitað enn stærra. Það er ekki fyrr en við fáum lestir út um alla trissur sem við getum farið að nýta plássið hérlendis, og hver á að borga? Heldurðu að það sé markaður fyrir lest til Hafnar í dag? Aldeilis ekki.
Og því þarf einhver að taka skrefið til að fá fólkið út á land til þess að þetta borgi sig, og hver á að gera það? Eimskip? Flugleiðir?
Með fullri virðingu fyrir því að þú ert greinilega mjög hægrisinnaður maður, sem er ekkert hægt að setja út á þegar það gengur ekki út í öfgar (nákvæmlega eins og með vinstrisinnuna), en til hvers nákvæmlega heldurðu að það sé Ríkisstjórn fyrir hendi? Hún er til þess að greiða úr málum sem markaðurinn getur ekki á eðlilegan máta ráðið sjálfur við, og hvort sem þú *vilt* trúa því eður ei, eru flest vandamál Íslands nákvæmlega þess eðlis, þar á meðal fólksflutningarnir. Þetta *er* á ábyrgð Ríkisstjórnarinnar vegna þess að þetta snertir Reykvíkinga jafn mikið og þá sem búa úti á landi. Ef svo væri ekki, væri þetta á ábyrgð þartilgerðar sveitastjórnar, sem er einmitt hluti af Hinu Opinbera.
Það að sjá eitthvað ljós á himnum við að lesa um Kapítalisma, gerir hann ekkert einu réttu brautina. Þó ég vilji alls ekki segja þér fyrir verkum, verð ég að mæla eindregið með því að þú hleypir ögn meiri víðsýni inn í orð þín. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is