Kalli: Hvað ætli fyrirtækjum fyndist um að borga 20% skatt af tekjum sínum?
Gunni: Þau myndu verða alveg brjáluð. Myndu tala um að grundvelli starfsemi væri kippt undan fótunum á þeim. Að engin alþjóðafyrirtæki myndu koma hingað til lands. Samkeppnishæfni okkar myndi vera á við Kúbu. Ísland myndi líða undir lok.
Kalli: Hvað ætli einstaklingum fyndist um að borga 20% skatt af tekjum sínum?
Gunni: Það myndu brjótast út mikil fagnaðarlæti.
Kalli: En þá myndu tekjur ríkisins lækka um 25 milljarða???
Gunni: Tekjur ríkisins myndu lækka um 25 milljarða, án tillits til hækkunar á launum og aukinnar eyðslu. En á móti kemur auknar tekjur fólks (já það vinnur meira þegar skattar lækka) og aukinn virðisaukaskattur(já fólk eyðir meiru þegar það á meira). Því væru tekjmissirinn um 10-15 milljarða, varlega áætlað. Við myndum laða að okkur meira að hátekjufólki(tildæmis fólk sem hefur menntað sig í Háskóla Íslands) og líkurnar á að ég muni flytja til útlanda og vinna þar til að borga raunhæfari skatt myndu minnka mjög. Auðvelt er að skera niður ríkisútgjöld um miklumeira en 10-15 milljarða. Spurðu hvaða unga sjálfstæðismann sem er.
Kalli: En hvað með þennsluna? Hún er nógu mikil nú þegar. Seðlabankinn með stýrivexti í einhverjum óskiljanlegum hæðum, sem ekki miða sérstaklega að því að auka á samkeppnishæfni Íslands. Viðskiptahalli er nægur fyrir. Ekki þarf að auka enn á kaup okkar á neysluvörum frá útlöndum.
Gunni: Jú það er rétt hjá þér. Við þurfum að bíða þartil Kárahnjúkar hafa verið byggðir áður en kaupmáttur Íslendinga má hækka til muna, án þess að þennslan fari úr böndunum.